Istanbul reynslan mun nýtast okkur
Jamie Carragher treystir því að reynslan frá því í Istanbul árið 2005 muni reynast leikmönnum vel þegar þeir reyna að vinna sjötta Evróputitil félagsins.
Carragher segir að menn hafi hreinlega ekki vitað hvað þeir voru að fara út í þegar flautað var til leiks í Istanbul fyrir tveim árum síðan. Það hafi átt sinn þátt í slakri byrjun í leiknum áður en endurkoman mikla átti sér stað.
Carra telur að leikmennirnir hafi lært sína lexíu og segir að þar sem hið ómögulega hafi tekist þegar vonlausri stöðu var snúið í sigur, þá hafi leikmenn félagsins mikið sjálfstraust innan sinna raða.
Leikmenn og þjálfarar halda til Spánar í dag til þess að leikmenn geti vanist því að spila í svipuðu hitastigi. Flautað verður til leiks í Aþenu kl. 21:45 að staðartíma sem þýðir að ef leikurinn verður framlengdur og fer í vítaspyrnukeppni þá munu úrslitin ekki liggja fyrir fyrr en þann 24. maí ! Þetta gerðist einmitt fyrir tveim árum síðan í Istanbul sælla minninga. Rafa Benítez vill að leikmenn sínir venjist því að spila á svona óvenjulegum tíma og telur Carragher að þetta muni nýtast leikmönnunum vel.
,,Þegar við spiluðum við AC Milan árið 2005 þá var allt sem tengist leiknum algjörlega nýtt fyrir okkur," sagði Carragher.
,,Við höfðum spilað í stórleikjum áður en þetta var augljóslega sá stærsti hjá okkur öllum. Það er mikið að gerast dagana og vikurnar fyrir úrslitaleikinn, en það er alltaf gott að hafa gengið í gegnum þetta áður. Ef maður passar sig ekki þá getur þetta hreinlega sloppið frá manni og í fyrri hálfleik fyrir tveim árum síðan þá virtist sem svo að það væri að gerast. Núna mun ekkert geta komið okkur á óvart."
,,Allt sem við gengum í gegnum getur bara hjálpað okkur, sú staðreynd að við erum að spila við lið sem við þekkjum vel getur reynst okkur vel og það sama má segja um Milan."
,,Eftir það sem gerðist í Istanbul þá vitum við að ef allt fer á versta veg og við lendum undir, jafnvel 2-0 undir, þá mun enginn halda að leikurinn sé búinn. Það sem gerðist fyrir tveim árum verður í huga allra hvað svo sem gerist. Við vitum hvað getur gerst í úrslitaleik og auðvitað myndum við vilja ná forystu núna. Við viljum ekki gera hlutina eins erfiða og þeir geta orðið."
Leikmenn munu eyða næstu fimm dögum í æfingabúðunum á Spáni og telur Carragher að æfingaáætlun Benítez og Pako Ayesteran muni koma leikmönnun í toppstand fyrir komandi átök.
,,Æfingarnar hafa verið erfiðar en stjórinn og Pako hafa sýnt það áður að þeir vita hvernig á að koma okkur í rétt form á þessu stigi tímbilsins."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!