Pepe Reina gæti komist í sögubækurnar
Pepe Reina mun komast í sögubækurnar ef hann spilar gegn AC Milan í Meistaradeildinni næstkomandi miðvikudag. Spánverjinn mun komast í hóp valinkunnra leikmanna sem eiga feður sem einnig hafa leikið í úrslitum Evrópukeppninnar.
Faðir Reina, Miguel Reina Santos, spilaði með Atletico Madrid í úrslitum Evrópukeppni Meistaraliða, eins og keppnin hét þá, gegn Bayern Munchen árið 1974. Leikurinn fór í framlengingu og Atletico komust yfir. Á lokamínútunni fékk Miguel Reina á sig mark eftir skot af löngu færi sem varð til þess að spila þurfti leikinn aftur. Sá leikur endaði með stórsigri Bayern, 4:0.
Paulo Maldini sem mun líklega spila með AC Milan á miðvikudaginn, ef hann nær sér af meiðslum. Hann hefur leikið í hvorki fleiri né færri en sjö úrslitaleikjum í Evrópukeppninni og var sá fyrsti árið 1989. Hann fylgdi þá í fótspor föður síns, Cesare, sem vann keppnina með Milan árið 1963 eftir sigur á Benfica á Wembley.
Manuel Sanchis Hontiyuelo var í sigurliði Real Madrid árin 1998 og 2000. Faðir hans, Sanchis Martinez var í liði Real Madrid sem vann keppnina í sjötta sinn árið 1966.
Nú er bara að óska þess að örlög Jose Reina verði ekki þau sömu og föður hans og hann verði í sigurliðinu þann 23. maí.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!