Þetta er staðurinn!
Olympíuleikvangurinn í Aþenu verður á miðvikudagskvöldið vettvangur úrslitaleiks Liverpool og AC Milan um Evrópubikarinn. Leikvanginn er að finna í norðurhluta Aþenu. Hafist var handa við að reisa leikvanginn árið 1980. Leikvangurinn var vígður árið 1982 og Evrópumótið í frjálsum íþróttum fór þar fram það ár. Leikvanguinn var fyrst nefndur eftir Spiridon Louis sem vann Maraþonhlaupið á fyrstu Olympíuleikum nútímans í Aþenu 1896.
Tveir úrslitaleikir um Evrópubikarinn fóru fram á leikvanginum á meðan hann var kenndur við Spiridon Louis. Hamburger SV vann Juventus 1:0 árið 1982 og árið 1994 vann AC Milan 4:0 sigur á Barcelona. Úrslitaleikurinn um Evrópukeppni bikarhafa fór fram á vellinum árið 1987. Ajax vann þá 1:0 sigur á Lokomotiv Leipzig.
Leikvangurinn var svo endurbyggður fyrir Olympíuleikana 2004 og hefur síðan verður kenndur við leikana. Endurbyggingin hófst árið 2002 og var hann tilbúinn tveimur árum seinna. Leikarnir árið 2004 voru haldnir á leikvanginum og þóttu takast mjög vel. Úrslitaleikurinn milli Liverpool og AC Milan verður fyrsti úrslitaleikurinn í Evrópukeppni sem haldinn er á leikvanginum eftir að hann var endurbyggður og endurskírður.
Leikvangurinn uppfyllir alla gæðastaðla sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, Knattspyrnusamband Evrópu og Alþjóðfrjálsíþróttasambandsins setja á íþróttaleikvanga. Olympíuleikvangurinn í Aþenu tekur 69.386 áhorfendur. En á miðvikudagskvöldið verða rétt um 63.000 áhorfendur á leikvanginum.
Þá er bara að vona að Olympíuleikvanguinn í Aþenu bætist í flokk með Olympíuleikvanginum í Rómaborg, Wembley í Lundúnum, Prinsaleikvanginum í París og Ataturk leikvanginum í Istanbúl sem vettvangur Evrópubikarsigurs Liverpool!!!!!!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!