Látum okkar verða minnst í heila öld!
Rafael Benítez hvetur leikmenn sína til að vinna afrek í Aþenu sem myndi tryggja að þeirra yrði minnst í heila öld! Hann telur að ef Liverpool nái að vinna Evrópubikarinn í sjötta sinn þá verði þessi leiktíð talin ein sú merkasta í sögu félagsins.
"Ef við vinnum í Aþenu þá mun fólk minnast þessarar leiktíðar sem einnar þeirrar mikilvægustu í sögu Liverpool. Að auki yrði hennar minnst fyrir kaupin á félaginu og fólk gæti enn verið að tala um hana eftir hundrað ár.
Fyrir sex vikum gæti verið að það hefði verið talið að við værum sigurstranglegri en nú eftir að AC Milan vann Manchester United gæti fólk kannski haldið að þeir væru líklegri til sigurs. Í raun skiptir það ekki máli. Við undirbúum okkur eins fyrir leikinn. Þeir eru með gott lið en við höfum líka góðu liði á að skipa. Ég á enn minnisblöðin mín frá því í Istanbúl. Ég geymi þau ekki sem minjagripi því ég ætla mér að nota þau. Það er mikilvægt að leggja hluti á minnið svo maður geti seinna bætt mistök. Maður veit aldrei hvenær maður lendir í því að spila á móti sama liðinu aftur. Ég ætla mér að nota minnisblöðin aftur og líklega geri ég líka einhver ný."
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu