Dómarinn í Aþenu
Það skiptir víst oft máli hver dómarinn er í stórleikjum. Dómarinn í Aþenu hefur dæmt þrjá leiki hjá Liverpool og aldrei séð Liverpool skora mark. Ekki er það nú góðs viti.
Þjóðverjinn Herbert Fandel dæmdi leik Valencia - Liverpool á Mestalla þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Valencia-liði Rafa Benítez 17. september 2002. Hann fékk ekki mikið hrós fyrir frammistöðu sína á Stamford Bridge í 0-0 jafntefli gegn Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 6. desember 2005. Eitt ljótasta brot sem sást á því tímabili var ekki refsað með rauðu spjaldi þó ótrúlegt megi virðast. Michael Essien fór heldur hátt með fótinn og ætlaði sér greinilega að fótbrjóta Didi Hamann. Fandel var svo einnig við stjórn þegar Barcelona vann Liverpool 1-0 á Anfield í sextán liða úrslitunum fyrr á þessu tímabili.
Milan-menn eru örugglega ánægðir að fá hann því hann hefur dæmt fimm leiki hjá Milan og ítalska liðið hefur alltaf unnið!
Fyrst og fremst hafa náttúrulega leikmenn liðanna mest áhrif á leikinn og vonandi hefur dómarinn ekki mikil áhrif á úrslit leiksins.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu