| Sf. Gutt

Til Grikklands

Leikmenn Liverpool og föruneyti er komið til Grikklands. Flugvélin, sem flutti hinn dýrmæta farm, flaug frá John Lennon flugvellinum um hádegisbilið og lenti heilu og höldnu í Aþenu síðdegis. Ferðalagið, sem tók þrjár og hálfa klukkustund, gekk vel fyrir sig að því best er vitað. Á morgun hefst svo lokaundirbúningur leikmanna og forráðamenn Liverpool fyrir stórleikinn.

Það er mikið um að vera í Grikklandi enda ekki á hverjum degi sem stórviðburður á borð við úrslitaleik um Evrópubikarinn er hadinn þar. Heimamenn eru þó öllu vanir í því að að halda stórviðburði því Olympíuleikarnir fóru fram í Aþenu sumarið 2004. Mikil öryggisgæsla er í borginni og á miðvikudagskvöldið verða þúsundir lögreglumanna og öryggisvarða á vaktinni við Olympíuleikvanginn.

Ómögulegt er að segja til um hversu margir stuðningsmenn Liverpool munu halda suður til Aþenu. Sem dæmi þá er talið að um fimmtíu þúsund stuðningsmenn Liverpool hafi farið til Istanbúl fyrir tveimur árum. Hjarðir stuðningsmanna Liverpool eru nú þegar farnir að tínast til Aþenu. Alls munu 13.500 þeirra munu fara með 57 flugvélum frá John Lennon flugvellinum næstu tvo sólarhringana eða svo!

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan