Alan og Mark spá í úrslitaleikinn - Uppfært
Þeir félagar Alan Hansen og Mark Lawrenson hafa verið að spá í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn. Vangaveltur þeirra er að finna á vefsíðu BBC.
Þeir Alan og Mark stóðu vaktina saman í hjarta varnar Liverpool þegar liðið vann Evrópubikarinn árið 1984 í Róm . Mark varð Evrópumeistari í þetta eina skipti en Alan varð líka meistari árin 1978 og 1981. Hér er brot úr skrifum þeirra. Greinar þeirra, fyrrum samverkamanna í vörn Liverpool, má finna í heild sinni á vefsíðu BBC.
Alan Hansen: "Við skulum ekki gleyma því að Liverpool hefur líka góða leikmenn í sínum röðum. Steven Gerrard er alveg jafn hæfileikaríkur og Kaka. Ég held að Rafael Benítez muni fara varlega til að byrja með og Steven muni því hefja leikinn úti á hægri vængnum. Rafael vill fara varlega og það hefur reynst honum vel hingað til. Ég veit ekki hvaða leikmönnum, fyrir utan Steven, verður stillt upp á miðjunni hjá Liverpool. Javier Mascherano hefur reynst frábærlega eftir að hann kom til félagsins og hann ætti að verða enn betri á næsta ári. Baráttan á miðjunni á þó eftir að ráða miklu. Þetta snýst um hvort Liverpool getur haft hemil á Kaka og hvort Gattuso nær að stjórna á miðjunni. Þetta er það svæði vallarins sem úrslitin ráðast á.
Liverpool vann fyrir tveimur árum með lið sem var ekki eins gott og mótherjarnir en liðið er miklu betra núna en þá. Í Úrvalsdeildinni snýst allt um að nota 18 eða 19 leikmenn og þess vegna hefur liðið átt í erfiðleikum heima fyrir. Vonandi, eftir yfirtöku þeirra George Gillett og Tom Hicks, þá fær Rafa gilda sjóði í sumar þannig að hann geti keypt þá leikmenn sem hann þarf til að gera atlögu að titlinum. Núna skiptir sú staðreynd mestu fyrir Rafa að Liverpool getur lagt öll lið að velli með 11 bestu leikmönnum sínum. Liðið sýndi það með því að sigrast á Barcelona og Chelsea í tveimur leikjum. Það sama mun gilda á miðvikudaginn. Liverpool á eftir að vinna úrslitaleikinn um Meistaradeildina. Ég er alveg 100% sannfærður um það."
Mark Lawrenson: "Það mun ráða úrslitum hvernig baráttan um miðjuna fer. Ef Liverpool á að geta unnið keppnina þarf baráttan um miðjuna að vinnast. Ég held að þessi leikur verði ekki eins og 3:3 leikurinn þegar þau mættust síðast og Liverpool vann svo í vítaspyrnukeppni. Leikurinn á eftir að reyna mikið á þol leikmanna. Liverpool vill ekki að leikurinn verði opinn því það er ekki þeirra leikstíll. Milan getur líka spilað svoleiðis. Ég á ekki von á mörgum mörkum. Kannski verður ekkert skorað. Ég get vel ímyndað mér að leikurinn fari í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!