Innrás í Aþenu
Rauði herinn hefur gert innrás í Aþenu. Hjarðir stuðningsmanna Liverpool hópast nú til Aþenu. Fjöldi þeirra er ekki með miða á leikinn en fer í þeirri von að fá miða. Aðrir ætla bara að vera á þessum sögufræga stað þegar liðið þeirra gerir sjöundu atlögu sína að Evrópubikarnum. Liverpool Football Club fékk rétt um 17.000 miða á leikinn. Félagið fékk álíka marga miða fyrir tveimur árum en sumir telja að það hafi verið rúmlega fjörutíu þúsund stuðningsmenn Liverpool á Ataturk leikvanginum. Nú er að sjá hversu margir stuðningsmenn Liverpool verða á Olympíuleikvanginum í Aþenu annað kvöld.
Það hefur verið rigning í Aþenu og ekki mjög hlýlegt. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool er nú þegar kominn til Aþenu og það mun bætast jafnt og þétt í þann hóp í dag og á morgun. Rúmlega þrettán þúsund fara í gegnum John Lennon flugvöllinn í Liverpool. Þúsundir streyma svo annars staðar frá úr öllum áttum. Það er því óhætt að segja að innrás Rauða hersins í Aþenu sé hafin. Þessi sögufræga borg hefur mátt þola margar innrásir í gegnum tíðina. Þessi innrás sem nú stendur yfir er friðsamleg en hún verður vonandi vel heppnuð!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni