Komum, sjáum og sigrum!
Víst er að leikmenn AC Milan munu koma til leiks í Aþenu til að bæta fyrir martröð sína í Istanbúl. Þó svo að Ítalir muni koma í hefndarhug til Aþenu þá telur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, að Liverpool þurfi ekki óttast mótherja sína. Steven þráir annan Evrópubikarsigur og vill að leikmenn Liverpool komi, sjái, sigri og snúi heim sem hetjur með Evrópubikarinn.
"Ég er búinn að horfa mikið á AC Milan á þessari leiktíð og liðið er öðruvísi en árið 2005. Liðið er samt enn sterkt. Liðið sýndi gegn Manchester United að það er frábært og verðskuldar að því sé sýnd mikil virðing. Við munum sýna því virðingu en við óttumst það ekki. Við höfum sjálfir góðu liði á að skipa og við höfum trú á því að við getum skilað því verki sem við tökumst á við. Fyrir okkur skiptir mestu að við undirbúum okkur rétt. Það hefur okkur tekist í Evrópuleikjunum á þessari leiktíð og vonandi náum við því líka í Aþenu. Ef við spilum jafn vel og í öðrum Evrópuleikjum þá mun Milan eiga mjög erfiðan leik fyrir höndum. Við höfum fulla trú á að við getum hampað bikarnum. Ég vil bæta við einni stjörnu, fyrir Evrópubikarsigur, á treyjuna. Þráin eftir því rekur okkur alla áfram. Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin og við viljum vinna hana aftur.
Kvöldið sem við unnum úrslitaleikinn í Istanbúl er besta kvöldstund mín á knattspyrnuferlinum hingað til og mig langar til að upplifa aðra slíka í Aþenu. Mér er alveg sama hvernig við förum að því. Við myndum alveg sætta okkur við að vinna 1:0 í leiðinlegum leik. Leikmennirnir vilja ekki koma frá Aþenu í uppnámi og fullir af eftirsjá eftir að hafa ekki náð að koma með bikarinn heim. Við viljum koma okkur á blöð sögunnar, verða hetjur og snúa heim sem sigurvegarar."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!