Carra vill vinna fyrir stuðningsmennina
Jamie Carragher segir að leikmenn Liverpool vilji vinna fyrir stuðningsmenn sína. Þeir skipti mestu máli. Hann segir að hvorki leikmenn eða stuðningsmenn Liverpool muni gefast upp í kvöld fyrr en í fulla hnefana.
"Það hljómar kannski eins og gömul tugga en við erum eiginlega að spila meira fyrir stuðningsmennina en nokkra aðra. Við vitum hversu mjög stuðningsmenn Liverpool þrá þennan titil og hversu stoltir þeir eru að sjá okkur í svona leik. Þetta er atriði sem við allir hugsum um þegar við undirbúum okkur fyrir leikinn og þetta færir okkur alveg örugglega þá tiltrú sem við þurfum.
Það skiptir engu máli hvaða staða kemur upp. Við verðum að halda áfram að berjast og stuðningsmenn okkar munu aldrei gefast upp. Þetta gerðist í Istanbúl og ég hef þá trú að engir aðrir stuðningsmenn í heiminum hefðu stutt svona við bakið á leikmönnunum í þeirri stöðu þegar við vorum 3:0 undir. Ég vona bara að við þurfum ekki núna að ganga í gegnum það sama aftur. Svo lengi sem við vinnum sigur þá er mér sama hvað gengur á."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!