Við lögðum allt í sölurnar en það var ekki nóg!
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir leikmenn Liverpool hafa lagt allt í sölurnar í Aþenu. Það dugði því miður ekki. Fyrirliðinn segir að það verði að taka tapinu af karlmennsku. Nú verður að safna liði og standa saman.
"Við höfum orðið fyrir áföllum áður. Maður verður að taka þessu af karlmennsku, halda áfram og reyna að rífa sig upp. Núna er maður niðurbrotinn. Mér fannst við byrja leikinn vel. Við stjórnuðum gangi mála eins og við vildum. En þegar maður hefur undirtökin verður að skora. Þeir náðu svo, með svolítilli heppni, að skora fyrsta markið og það gaf þeim mikinn kraft.
Við lögðum allt í sölurnar en þetta gekk ekki í kvöld. Tilfinningin er sannarlega allt önnur en eftir leikinn í Istanbúl. AC Milan á hrós skilið og kannski verðskulduðu þeir að vinna. Fyrir leikinn sögðum við að úrslitin myndu ráðast á einhverjum smáatriðum og heppni. Milan hafði heppnina með sér. Við getum verið stoltir af framgöngu okkar. Við stóðum okkur vel í að komast í úrslitin og ég veit að við eigum eftir að spila í öðrum svona úrslitaleik.
Þetta tap á eftir svíða sárt lengi. En sem fyrirliði liðsins þá þarf ég að horfa til framtíðar. Við þurfum að ná okkur eftir þetta, hvíla okkur vel í sumar og taka upp þráðinn á næstu leiktíð. Það þarf að styrkja liðið og fá góða leikmenn til félagsins. Framkvæmdastjórinn og þeir sem stjórna félaginu vita þetta. Það er áhugavert sumar framundan."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni