Umsagnir
Það er alltaf gaman að lesa umsagnir fjölmiða um leikmenn. Leikmenn Liverpool fengu þessar umsagnir, fyrir framgöngu sína í úrslitaleiknum við AC Milan, á vefsíðunni Timesonline.
José Manuel Reina: Ekki einu sinni Jose Reina gat komið í veg fyrir fyrra markið sem AC Milan skoraði. Spánverjinn hefur samt líklega talið að hann hefði getað varið frá Filippo Inzaghi þegar hann skoraði einna markið. Einkunn: 6.
Steve Finnan: Jamie Carragher er kletturinn í vörn Liverpool en Steve er Herra Traustur. Gerði enginn mistök en hefði kannski getað sótt svolítið meira. Einkunn: 6.
Jamie Carragher: Þeir Kaká og Fillipo Inzaghi náðu aðeins einu sinni að snúa á enska landsliðsmanninn. Snemma leiks sýndi hann ákvaðni sína með því að henda sér fyrir skot á hetjulegan hátt. Einkunn: 6.
Daniel Agger: Hann var heppinn að vera ekki bókaður í fyrri hálfleik þegar hann braut á hinum snjalla Kaká eftir að sá hinn sami hafði snúið illa á hann. Hann svaf á verðinum þegar Brasilíumaðurinn gaf á Filipo þegar hann skoraði seinna mark sitt. Einkunn: 5.
John Arne Riise: Átti nokkur föst langskot sem fóru víðsfjarri. Fyrir utan það þá lék Norðmaðurinn ekki eins og hann best getur. Hann gerði þó ekki nein mistök en hann virtist ekki kunna við sig í stöðu vinstri bakvarðar: Einkunn: 5.
Jermaine Pennant: Það kom á óvart að hann skyldi vera í byrjunarliðinu en hann réttlætti val sitt með góðum leik. Jermaine spilaði eins og hann hefði jafn miklu reynslu af svona leikjum og Paolo Maldini. Einkunn: 7.
Javier Mascherano: Hann gaf Kaká aldrei neinn tíma eða svæði til að sýna snilli sína. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á leikinn. Hann var óheppinn að vera bókaður og var tekinn af velli þegar Liverpool reyndi að jafna leikinn. Einkunn: 6.
Xabi Alonso: Hann var nærri búinn að koma Liverpool yfir en skot hans utan vítateigs fór framhjá. Hann á eftir að sjá eftir því að hafa gefið aukaspyrnuna sem gaf af sér fyrra mark Milan. Einkunn: 6.
Boudewijn Zenden: Ef hann hefði bara verið eins snar í snúningum og Grikinn sem hljóp inn á völlinn í síðari hálfleik. Hollendingurinn virtist ekki ráða við þetta verkefni og hann verður örugglega seldur í sumar. Einkunn: 4.
Steven Gerrard: Hann hefði átt að gera betur þegar hann komst í gott færi á 62. mínútu. Hann reyndi sitt besta til að hafa sömu áhrif og í Istanbúl fyrir tveimur árum en það gekk ekki. Einkunn: 6.
Dirk Kuyt: Vann eins og hestur í sókninni og verðskuldaði sannarlega að skora markið undir lokin. Hann var oftast einn á báti í framlínunni. Einkunn: 6.
Varamenn:
Harry Kewell, leysti B. Zenden af á 59. mínútu. Einkunn: 5.
Peter Crouch, leysti J. Mascherano af á 78. mínútu. Var of stutt inn á til að fá einkunn.
Álvaro Arbeloa, leysti S. Finnan af á 88. mínútu. Var of stutt inn á til að fá einkunn.
Ónotaðir varamenn: Jerzy Dudek, Sami Hyypia, Mark González og Craig Bellamy.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!