Gonzalez og Zenden á förum
Mark Gonzalez náði sér ekki á strik með Liverpool og er nú að hverfa á brott eftir aðeins eitt tímabil með Liverpool. Bolo Zenden hefur verið gefið grænt ljós á að ræða við önnur félög.
Rafa Benitez staðfesti þetta í viðtali við liverpoolfc.tv: "Ég hef rætt málin við Zenden og hann veit stöðuna. Hann má ræða við önnur félög. Það er ljóst að nokkrir leikmenn eru á förum. Við höfum næstum því komist að samkomulagi við Real Betis um Mark Gonzalez."
Gonzalez var 20 sinnum í byrjunarliði Liverpool og kom inná í alls 16 leikjum. Hann skoraði 3 mörk gegn Fulham, Maccabi Haifa og Tottenham. Mikil eftirvænting ríkti eftir komu hans en hann hefur ollið vonbrigðum og nú heldur hann aftur til Spánar eftir heldur stutta dvöl hjá félaginu.
Zenden lék 47 leiki á tveimur tímabilum og Rafa treysti honum að leysa af vinstri kantstöðuna í leikjunum í Meistaradeildinni. Hann skoraði tvö mörk á ferli sínum hjá félaginu gegn Portstmouth og West Ham.
Við óskum þeim velfarnaðar á öðrum vettvangi.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!