| Sf. Gutt

Ekki nógu góðir til að klára verkefnið

Jamie Carragher segir Liverpool hafi ekki verið nógu góðir til að klára verkefnið í Aþenu. Hann segir tapið svíða sárt en vonast til að menn berji sig saman og komi sterkir til leiks eftir sumarfríið.

"Við erum niðurbrotnir en vonandi mun tapið herða  okkur þannig að við komum sterkari til leiks á næstu leiktíð. Þó það sé erfitt að tapa úrslitaleik þá verðum við um leið að sætta okkur við það og hrósa AC Milan sem hefur frábæru liði á að skipa. Við nutum fagnaðarlátanna þegar við unnum bikarinn fyrir tveimur árum. Við berum mikla virðingu fyrir Milan en við munum ná okkur eftir þetta.

Það var heppnisstimpill á fyrra marki þeirra. Ég hefði átt að koma boltanum betur frá en ég gerði. Þess vegna lenti Xabi Alonso í þrengingum við að hreinsa frá. Í svona leik telja öll smáatriði.

Mér fannst lítið skilja á milli liðanna. Stevie fékk gott færi en því miður náðum við ekki að skora. Mér fannst Milan ekki fá mörg færi og mér fannst við spila mjög vel í síðari hálfleik. Það mun hins vegar enginn muna eftir því.

Í hreinskilni sagt þá vorum við ekki nógu góðir. Það þýðir ekkert að vera með neinar afsakanir. Milan átti svona um það bil skilið að vinna. Það man enginn eftir liðinu sem lenti í öðru sæti. Við vitum að við gerðum ekki nóg til að vinna. Ég ætla ekki að kvarta yfir atriðum sem féllu ekki með okkur. Eftir stendur að við náðum ekki að klára verkefnið. Núna verðum við að rífa okkur upp og reyna aftur á næstu leiktíð."

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan