| Ólafur Haukur Tómasson

Scott Carson stóð sig með sóma - Uppfært

Scott Carson sem var á láni frá Liverpool hjá Charlton yfir tímabilið átti heldur betur magnað tímabil fyrir Charlton og var einn af þeirra betri mönnum. Hann var svo valinn í B-landsliðshóp Englands ásam Michael Owen fyrrum leikmanns Liverpool, en enska landsliðið mætti Albaníu á Turf Moor heimavelli Burnley í gærkvöldi.

Scott Carson lék allar 90 mínúturnar í þessum 3:1 sigri Englendinga og stóð sig feykilega vel. Stewart Downing skoraði tvívegis fyrir enska liðið og Alan Smith eitt.

Vonandi náði þessi frammistaða Carson að heilla Steve McClaren og að hann fái séns með A-landsliðinu.

[Þar sem að ég hafði ekki tekið eftir frétt um val McClarens á liðinu þá bæti ég því inní, en Carson var einmitt valinn í landsliðið og er hann þar einn af fjórum leikmönnum Liverpool. Þeir Crouch, Gerrard og Carragher eru allir í hópnum, ásamt fyrrum Liverpool stjörnunni Michael Owen.]

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan