Charles Itandje
- Fæðingardagur:
- 02. nóvember 1982
- Fæðingarstaður:
- Bobigny, Frakklandi
- Fyrri félög:
- Red Star 93, Lens
- Kaupverð:
- £ 0
- Byrjaði / keyptur:
- 09. ágúst 2007
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Fæddur í Frakklandi en foreldrar hans eru frá Kamerún. Hann var aðalmarkvörður Lens frá 2003-2007 og var fenginn sem varamarkvörður fyrir Jose Reina fyrir tímabilið 2007-2008. Hann hefur leikið með franska u-21 árs landsliðinu og er þekktur fyrir dansspor sín á línunni þegar hann undirbýr sig fyrir að verja vítaspyrnur.
Honum var lofað að leika í bikarleikjum Liverpool og það eru einu skiptin sem hann hefur staðið á milli stanga liðsins. Hann lék sinn fyrsta leik í Deildarbikarnum gegn Reading en hann lék þrjá leiki í þeirri keppni og fjóra leiki í FA bikarnum á því tímabili.
Sumarið 2008 virtist hann hins vegar vera á útleið frá Liverpool þar sem Liverpool hafði fengið nýjan varamarkvörð í sínar raðir og leit allt út fyrir að hann myndi ganga til liðs við tyrkneska liðið Galatasaray en hann hafnaði samningi liðsins.
Síðan þá hefur hvorki heyrst né spurst til hans í langan tíma en hann var aldrei í aðalliðshópi Liverpool né hjá varaliði félagsins eftir það. Hann kom sér samt í sviðsljósið í minningarathöfn Hillsborough slysins í vetur þar sem hann virtist vera hlæjandi að einhverju í miðri minningarathöfn, það var ekki vel liðið hjá Liverpool og var hann bannaður frá æfingum einnig sem að hann fékk sekt frá félaginu. Hann kom þó fram og baðst innilegrar afsökunar á athæfi sínu en svo virðist sem að dagar hans hjá Liverpool eru taldir og félagið leitar eftir mögulegum félögum til að selja hann til.
Tölfræðin fyrir Charles Itandje
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2007/2008 | 0 - 0 | 4 - 0 | 3 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 7 - 0 |
2008/2009 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
Samtals | 0 - 0 | 4 - 0 | 3 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 7 - 0 |
Fréttir, greinar og annað um Charles Itandje
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Um fyrrum leikmenn Liverpool á HM -
| Sf. Gutt
Charles Itandje yfirgefur Liverpool -
| Grétar Magnússon
Itandje lánaður -
| Sf. Gutt
Charles Itandje settur í keppnisbann! -
| Sf. Gutt
Sáttur með sinn fyrsta leik -
| Ólafur Haukur Tómasson
Itandje vill byrja inná fyrir Liverpool
Í nærmynd
Skoða önnur tímabil