Victor Moses
- Fæðingardagur:
- 12. desember 1990
- Fæðingarstaður:
- Fyrri félög:
- Wigan, Chelsea
- Kaupverð:
- £ 0
- Byrjaði / keyptur:
- 02. september 2013
Victor Moses hóf ferilinn hjá Crystal Palace. Hann byrjaði mjög ungur að æfa í Akademíu félagsins og vakti strax mikla athygli. Tölfræði hans á unglingsárum gerði það að verkum að hann fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu aðeins 17 ára gamall. Hann var sendur Whitgift skólann sem er rekinn af næst ríkasta menntasjóði Englands og þar hafði Moses aðgang að frábæru æfingasvæði og góðum þjálfurum.
Í fyrsta leik hans með Whitgift U14 ára liðinu skoraði hann 10 mörk og alls skoraði hann 50 mörk það tímabil. Í maí 2005 (um það leyti þegar Liverpool voru að tryggja sér sinn fimmta Evrópubikar) leiddi Moses U14 ára liðið til sigurs í FA unglingabikarnum þar sem 5-0 sigur á Grimsby vannst í úrslitum. Þar skoraði okkar maður auðvitað öll fimm mörkin.
Í nóvember 2007 spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir Crystal Palace í 1-1 jafntefli gegn Cardiff. Palace jöfnuðu leikinn þetta kvöld með marki úr vítaspyrnu frá Ben Watson en Robbie nokkur Fowler, leikmaður Cardiff reyndi allt hvað hann gat til að koma Watson úr jafnvægi áður en hann tók spyrnuna. Allt í allt spilaði þessi ungi drengur frá Lagos í Nígeríu 58 leiki fyrir Crystal Palace og skoraði í þeim 11 mörk.
En það sem vakti athygli Úrvalsdeildarliða voru fimm mörk sem hann skoraði í átta leikjum og í janúar 2010 voru mörg félög farin að sýna honum mikinn áhuga. Wigan tókst að klófesta Moses á lokadegi gluggans um það leyti sem Palace fóru í greiðslustöðvun ! Hann þurfti að bíða fram í maí eftir sínu fyrsta marki fyrir félagið, gegn Hull City. Meiðsli tímabilið eftir, 2010-11, settu strik í reikninginn og var hann frá mest allt tímabilið. Við brottför Charles NZogbia náði Moses að festa sig í sessi í byrjunarliði Wigan tímabilið þar á eftir og í nóvember 2011 skoraði hann sitt annað mark í deildinni gegn West Brom.
Í ágúst 2012 var hann svo keyptur til Chelsea þar sem hann skoraði sitt fyrsta mark í 6-0 stórsigri á Hull í deildarbikarnum. Í október það ár var hann valinn maður leiksins í ótrúlegum leik gegn Manchester United í deildarbikarnum sem endaði með sigri Chelsea 5-4. Hann skoraði eitt mark í deildinni fyrir Chelsea en að mestu leyti fékk hann tækifæri í bikarkeppnunum og þegar Roberto Di Matteo var látinn fara fyrir Rafa Benítez fækkaði ekki tækifærum Moses. Þrátt fyrir að ljóst væri að Chelsea kæmust ekki áfram í Meistaradeildinni skoraði Moses sigurmarkið í 3-2 sigri á Shakhtar Donetsk í nóvember.
Moses spilaði svo einnig í Evrópudeildinni þar sem Chelsea stóðu uppi sem sigurvegarar. Hann skoraði í báðum leikjunum gegn Rubin Kazan og sömuleiðis gegn Basel í undanúrslitum. Hinsvegar kom hann ekkert við sögu í úrslitaleik keppninnar.
Þann 2. september var hann svo formlega tilkynntur sem leikmaður Liverpool á lánssamningi út tímabilið.
Tölfræðin fyrir Victor Moses
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2013/2014 | 19 - 1 | 2 - 1 | 1 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 22 - 2 |
Samtals | 19 - 1 | 2 - 1 | 1 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 22 - 2 |
Fréttir, greinar og annað um Victor Moses
Fréttir
-
| Grétar Magnússon
Victor leikmaður ársins í Nígeríu -
| Sf. Gutt
Victor tilnefndur sem sá besti í Afríku -
| Heimir Eyvindarson
Moses mætir uppeldisfélagi sínu í dag -
| Heimir Eyvindarson
Moses hlakkar til kvöldsins -
| Sf. Gutt
Victor ánægður með frumraun sína -
| Sf. Gutt
Victor leitaði ráða hjá Daniel -
| Heimir Eyvindarson
Flott að krækja í Victor Moses
Í nærmynd
Skoða önnur tímabil