| Sf. Gutt
TIL BAKA
Victor leitaði ráða hjá Daniel
Victor Moses ákvað að slá til og fara sem lánsmaður til Liverpool. Hann tók þá ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við Daniel Sturridge. Þeir félagar léku saman með Chelsea á síðustu leiktíð. Victor segir svo frá viðræðum þeirra.
,,Ég spjallaði við Studge og hann vildi að ég kæmi hingað. Hann sagði að ég myndi njóta þess að vera hérna en reyndar þurfti hann ekki að segja mikið."
,,Næsta morgun ræddi ég við umboðsmann minn og sagði honum að það gæti verið snjallt að taka þessa stefnu. Þetta er gríðarlega stórt félag með mikla sögu. Félaginu vegnar vel og þess vegna vildi ég koma hingað og njóta þess að spila knattspyrnu."
Victor var á Anfield um daginn þegar Liverpool vann Manchester United og komst á toppinn í deildinni. Honum fannst áhrifamikið hvað stuðningsmenn Liverpool voru kraftmiklir.
,,Ég fór og horfði á þá spila á sunnudaginn og stemmningin var ótrúleg. Stuðningsmennirnir voru frábærir og það var flott að sjá liðið vinna Manchester United um það bil sem ég var að koma til félagsins. Stuðningsmennirnir sungu frá upphafi til enda leiksins. Ég á eftir að vera stoltur yfir að fara út á völl og spila. Ég vil standa mig fyrir félagið, skora mörk og hjálpa félaginu. Liðið hefur unnið þrjá af þremur, er með níu stig á toppi deildarinnar. Nú verðum við bara að halda áfram af sama krafti."
Það verður gaman að sjá Victor Moses með Liverpool. Hann á geta orðið öflugur á kantinum og vonandi á hann eftir að standa undir væntingum.
,,Ég spjallaði við Studge og hann vildi að ég kæmi hingað. Hann sagði að ég myndi njóta þess að vera hérna en reyndar þurfti hann ekki að segja mikið."
,,Næsta morgun ræddi ég við umboðsmann minn og sagði honum að það gæti verið snjallt að taka þessa stefnu. Þetta er gríðarlega stórt félag með mikla sögu. Félaginu vegnar vel og þess vegna vildi ég koma hingað og njóta þess að spila knattspyrnu."
Victor var á Anfield um daginn þegar Liverpool vann Manchester United og komst á toppinn í deildinni. Honum fannst áhrifamikið hvað stuðningsmenn Liverpool voru kraftmiklir.
,,Ég fór og horfði á þá spila á sunnudaginn og stemmningin var ótrúleg. Stuðningsmennirnir voru frábærir og það var flott að sjá liðið vinna Manchester United um það bil sem ég var að koma til félagsins. Stuðningsmennirnir sungu frá upphafi til enda leiksins. Ég á eftir að vera stoltur yfir að fara út á völl og spila. Ég vil standa mig fyrir félagið, skora mörk og hjálpa félaginu. Liðið hefur unnið þrjá af þremur, er með níu stig á toppi deildarinnar. Nú verðum við bara að halda áfram af sama krafti."
Það verður gaman að sjá Victor Moses með Liverpool. Hann á geta orðið öflugur á kantinum og vonandi á hann eftir að standa undir væntingum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan