| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Flott að krækja í Victor Moses
John Aldridge segir að það hafi verið sniðugur leikur hjá Liverpool að fá Victor Moses lánaðan frá Chelsea. Hann segir reyndar óvanalegt að leikmenn séu lánaðir til stærri liða en þeir komi frá.
,,Stjórinn hefur verið að leita að sterkum útherja. Einhverjum sem getur spilað úti á kanti, en jafnframt tekið virkan þátt í markaskoruninni. Ég er nokkuð viss um að Victor Moses á eftir að virka vel í því hlutverki", segir Aldridge í viðtali við Liverpool Daily Post.
,,Moses er fljótur, sterkur og hæfileikaríkur. Hann skoraði 10 mörk í 43 leikjum fyrir Chelsea á síðustu leiktíð, sem er í raun alls ekki svo slæm tölfræði þegar litið er til þess að hann byrjaði ekki inn á í mörgum leikjum."
,,Í sjálfu sér er margt líkt með þeirri aðstöðu sem Victor Moses er í núna og Daniel Sturridge var í þegar hann kom til okkar. Hann hefur heilmikið að sanna og er hungraður í að sýna hvað hann getur, eftir að hafa fengið fremur fá tækifæri hjá Chelsea."
,,Það er reyndar dálítið óvenjulegt að sjá leikmenn fara á láni til liðs sem er í raun stærra en liðið sem á þá", bætir Aldridge við sjálfum sér líkur.
,,Ég er alveg viss um að það hefur verið skemmtileg og sterk upplifun fyrir Moses að sjá Liverpool leggja Manchester United á sunnudaginn. Ég trúi ekki öðru en að hann hlakki til að klæða sig í treyjuna og spila í svona stemningu."
,,Hann kemur til með að passa vel inn í leikstíl Liverpool og ég efast um að hann muni vilja fara aftur til Chelsea næsta sumar", segir Aldridge að lokum.
Victor Moses náði sér aldrei almennilega á strik hjá Chelsea en var mjög sterkur hjá Wigan og þá sérstaklega á síðustu leiktíð sinni þar.
,,Stjórinn hefur verið að leita að sterkum útherja. Einhverjum sem getur spilað úti á kanti, en jafnframt tekið virkan þátt í markaskoruninni. Ég er nokkuð viss um að Victor Moses á eftir að virka vel í því hlutverki", segir Aldridge í viðtali við Liverpool Daily Post.
,,Moses er fljótur, sterkur og hæfileikaríkur. Hann skoraði 10 mörk í 43 leikjum fyrir Chelsea á síðustu leiktíð, sem er í raun alls ekki svo slæm tölfræði þegar litið er til þess að hann byrjaði ekki inn á í mörgum leikjum."
,,Í sjálfu sér er margt líkt með þeirri aðstöðu sem Victor Moses er í núna og Daniel Sturridge var í þegar hann kom til okkar. Hann hefur heilmikið að sanna og er hungraður í að sýna hvað hann getur, eftir að hafa fengið fremur fá tækifæri hjá Chelsea."
,,Það er reyndar dálítið óvenjulegt að sjá leikmenn fara á láni til liðs sem er í raun stærra en liðið sem á þá", bætir Aldridge við sjálfum sér líkur.
,,Ég er alveg viss um að það hefur verið skemmtileg og sterk upplifun fyrir Moses að sjá Liverpool leggja Manchester United á sunnudaginn. Ég trúi ekki öðru en að hann hlakki til að klæða sig í treyjuna og spila í svona stemningu."
,,Hann kemur til með að passa vel inn í leikstíl Liverpool og ég efast um að hann muni vilja fara aftur til Chelsea næsta sumar", segir Aldridge að lokum.
Victor Moses náði sér aldrei almennilega á strik hjá Chelsea en var mjög sterkur hjá Wigan og þá sérstaklega á síðustu leiktíð sinni þar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan