| Heimir Eyvindarson
,,Stjórinn hefur verið að leita að sterkum útherja. Einhverjum sem getur spilað úti á kanti, en jafnframt tekið virkan þátt í markaskoruninni. Ég er nokkuð viss um að Victor Moses á eftir að virka vel í því hlutverki", segir Aldridge í viðtali við Liverpool Daily Post.
,,Moses er fljótur, sterkur og hæfileikaríkur. Hann skoraði 10 mörk í 43 leikjum fyrir Chelsea á síðustu leiktíð, sem er í raun alls ekki svo slæm tölfræði þegar litið er til þess að hann byrjaði ekki inn á í mörgum leikjum."
,,Í sjálfu sér er margt líkt með þeirri aðstöðu sem Victor Moses er í núna og Daniel Sturridge var í þegar hann kom til okkar. Hann hefur heilmikið að sanna og er hungraður í að sýna hvað hann getur, eftir að hafa fengið fremur fá tækifæri hjá Chelsea."
,,Það er reyndar dálítið óvenjulegt að sjá leikmenn fara á láni til liðs sem er í raun stærra en liðið sem á þá", bætir Aldridge við sjálfum sér líkur.
,,Hann kemur til með að passa vel inn í leikstíl Liverpool og ég efast um að hann muni vilja fara aftur til Chelsea næsta sumar", segir Aldridge að lokum.
Victor Moses náði sér aldrei almennilega á strik hjá Chelsea en var mjög sterkur hjá Wigan og þá sérstaklega á síðustu leiktíð sinni þar.
TIL BAKA
Flott að krækja í Victor Moses
,,Stjórinn hefur verið að leita að sterkum útherja. Einhverjum sem getur spilað úti á kanti, en jafnframt tekið virkan þátt í markaskoruninni. Ég er nokkuð viss um að Victor Moses á eftir að virka vel í því hlutverki", segir Aldridge í viðtali við Liverpool Daily Post.
,,Moses er fljótur, sterkur og hæfileikaríkur. Hann skoraði 10 mörk í 43 leikjum fyrir Chelsea á síðustu leiktíð, sem er í raun alls ekki svo slæm tölfræði þegar litið er til þess að hann byrjaði ekki inn á í mörgum leikjum."
,,Í sjálfu sér er margt líkt með þeirri aðstöðu sem Victor Moses er í núna og Daniel Sturridge var í þegar hann kom til okkar. Hann hefur heilmikið að sanna og er hungraður í að sýna hvað hann getur, eftir að hafa fengið fremur fá tækifæri hjá Chelsea."
,,Það er reyndar dálítið óvenjulegt að sjá leikmenn fara á láni til liðs sem er í raun stærra en liðið sem á þá", bætir Aldridge við sjálfum sér líkur.
,,Hann kemur til með að passa vel inn í leikstíl Liverpool og ég efast um að hann muni vilja fara aftur til Chelsea næsta sumar", segir Aldridge að lokum.
Victor Moses náði sér aldrei almennilega á strik hjá Chelsea en var mjög sterkur hjá Wigan og þá sérstaklega á síðustu leiktíð sinni þar.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust!
Fréttageymslan