| Heimir Eyvindarson
Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn á Anfield í dag, en það var einmitt hjá því félagi sem Victor Moses hóf knattspyrnuferil sinn.
Það var njósnari á vegum Crystal Palace sem uppgötvaði Victor Moses á sínum tíma, en Moses bjó þá í grennd við Selhurst Park heimavöll Suður-Lundúnaliðsins.
Victor lék 69 leiki með Crystal Palace og skoraði í þeim 11 mörk, áður en hann hélt á vit nýrra ævintýra.
„Fótboltinn er einfaldlega þannig að þér er ekkert endilega ætlað að vera lengi á sama staðnum. En mér leið mjög vel hjá Crystal Palace. Það var vel hugsað um mig þar og mér þykir mjög vænt um þann tíma sem ég var hjá liðinu. Þetta er flottur klúbbur", segir Moses í viðtali við Liverpoolfc.com.
„Núna er ég hjá Liverpool og mér líður vel hér. Við höfum farið vel af stað og vonumst til þess að geta bætt stöðu okkar enn frekar. Að vísu töpuðum við síðasta heimaleik, sem var ekki nógu gott. Við ætlum ekki að tapa tveimur heimaleikjum í röð. Það er klárt!"
„Ég held að við séum nægilega gott lið til þess að vinna hvaða leik sem er, en það má aldrei slaka á í þessari deild. Staða okkar er góð eins og er, það sést á töflunni að við erum að standa okkur ágætlega."
„Það er frábært að spila fyrir Liverpool og alveg einstök upplifun að spila á Anfield. Stuðningsmennirnir eru alveg magnaðir. Vonandi náum við að byggja upp gott heimavallarform. Það er gríðarlega mikilvægt og stuðningsmennirnir eiga það skilið."
TIL BAKA
Moses mætir uppeldisfélagi sínu í dag

Það var njósnari á vegum Crystal Palace sem uppgötvaði Victor Moses á sínum tíma, en Moses bjó þá í grennd við Selhurst Park heimavöll Suður-Lundúnaliðsins.
Victor lék 69 leiki með Crystal Palace og skoraði í þeim 11 mörk, áður en hann hélt á vit nýrra ævintýra.
„Fótboltinn er einfaldlega þannig að þér er ekkert endilega ætlað að vera lengi á sama staðnum. En mér leið mjög vel hjá Crystal Palace. Það var vel hugsað um mig þar og mér þykir mjög vænt um þann tíma sem ég var hjá liðinu. Þetta er flottur klúbbur", segir Moses í viðtali við Liverpoolfc.com.
„Núna er ég hjá Liverpool og mér líður vel hér. Við höfum farið vel af stað og vonumst til þess að geta bætt stöðu okkar enn frekar. Að vísu töpuðum við síðasta heimaleik, sem var ekki nógu gott. Við ætlum ekki að tapa tveimur heimaleikjum í röð. Það er klárt!"
„Ég held að við séum nægilega gott lið til þess að vinna hvaða leik sem er, en það má aldrei slaka á í þessari deild. Staða okkar er góð eins og er, það sést á töflunni að við erum að standa okkur ágætlega."
„Það er frábært að spila fyrir Liverpool og alveg einstök upplifun að spila á Anfield. Stuðningsmennirnir eru alveg magnaðir. Vonandi náum við að byggja upp gott heimavallarform. Það er gríðarlega mikilvægt og stuðningsmennirnir eiga það skilið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan