| Heimir Eyvindarson
Victor Moses á það sammerkt með okkur stuðningsmönnum Liverpool að hann hlakkar gríðarlega til kvöldsins. ,,Eitt það besta sem fótboltinn býður upp á" segir kappinn.
Liverpool heimsækir nágranna sína og erkifjendur í Manchester United á Old Trafford í kvöld. Leikurinn er liður í 3. umferð deildabikarkeppninnar, en þrátt fyrir að sú keppni sé kannski ekki sú merkilegasta í bransanum gerir Victor Moses sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins.
,,Það þekkja allir söguna milli þessara liða. Það er vart hægt að hugsa sér stærri leiki á Englandi en viðureignir þessara erkifjenda."
,,Þetta verður auðvitað ekki léttur leikur fyrir okkur, en það breytir því ekki að við hlökkum mikið til. Við munum reyna að gera okkar besta til þess að vinna í kvöld."
,,United hefur ótrúlega góða tölfræði á Old Trafford og það er ekki auðvelt að mæta þeim þar, en vonandi tekst okkur vel upp í kvöld. Það væri frábær upplifun að ná að leggja þá á sínum heimavelli. Það er varla hægt að ímynda sér stærri stund fyrir leikmann Liverpool."
TIL BAKA
Moses hlakkar til kvöldsins

Liverpool heimsækir nágranna sína og erkifjendur í Manchester United á Old Trafford í kvöld. Leikurinn er liður í 3. umferð deildabikarkeppninnar, en þrátt fyrir að sú keppni sé kannski ekki sú merkilegasta í bransanum gerir Victor Moses sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins.
,,Það þekkja allir söguna milli þessara liða. Það er vart hægt að hugsa sér stærri leiki á Englandi en viðureignir þessara erkifjenda."
,,Þetta verður auðvitað ekki léttur leikur fyrir okkur, en það breytir því ekki að við hlökkum mikið til. Við munum reyna að gera okkar besta til þess að vinna í kvöld."
,,United hefur ótrúlega góða tölfræði á Old Trafford og það er ekki auðvelt að mæta þeim þar, en vonandi tekst okkur vel upp í kvöld. Það væri frábær upplifun að ná að leggja þá á sínum heimavelli. Það er varla hægt að ímynda sér stærri stund fyrir leikmann Liverpool."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan