Victor tilnefndur sem sá besti í Afríku
Victor Moses, lánsmaður frá Chelsea, hefur verið tilnefndur sem Knattspyrnumaður Afríku 2013. Victor hefur átt gott knattspyrnuár. Hann varð Afríkumeistari með Nígeríu og í vor var hann í liðshópi Chelsea sem vann Evrópudeildina. Victor kom ekki við sögu í úrslitaleiknum þegar Chelsea vann Benfica 2:1 en hann var drjúgur á leiðinni í úrslitaleikinn og skoraði mikilvæg mörk.
Victor kom til Chelsea frá Wigan fyrir ári en það var ekki áhugi á að hafa hann þar á þessu keppnistimabili. Brendan Rodgers sá sér leik á borði og fékk Victor að láni. Hann gat ekki byrjað betur því hann skoraði í sínum fyrsta leik þegar Liverpool gerði 2:2 jafntefli við Swansea í Wales.
Fjórir aðrir eru tilnefndir. Þeir eru Pierre-Emerick Aubameyang - Gabon og Borussia Dortmund, John Mikel Obi - Nígería og Chelsea, Jonathan Pitroipa - Búrkína Faso and Rennes og Yaya Toure - Fílabeinsströndin og Manchester City.
Einn leikmaður Liverpool hefur hlotið þessi verðlaun og það var El Hadji Diouf. Senegalinn vann þetta kjör 2002. Liverpool keypti hann frá franska liðinu Lens þá um sumarið eftir að hann fór á kostum með Senegal á Heimsmeistaramótinu í Japan og Suður Kóreu.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna