Djimi Traore
- Fæðingardagur:
- 01. mars 1980
- Fæðingarstaður:
- Laval, Frakklandi
- Fyrri félög:
- Laval
- Kaupverð:
- £ 550000
- Byrjaði / keyptur:
- 18. febrúar 1999
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Houllier keypti Traore frá 2. deildarliði Laval fyrir framan nefið á Paris St Germain, AC Milan, Parma og Lazio sem höfðu fylgst með honum um nokkurn tíma. "Ég á langt eftir í land sem knattspyrnumaður og það verður mjög erfitt að vinna sér fast sæti hér hjá Liverpool. Ég hafði einungis leikið sem atvinnumaður í nokkra mánuði hjá Laval þar eð áður var ég í námi samhliða fótboltanum." Traore býr yfir markvissum tæklingum, er sterkur í loftinu og hefur góða alhliðatækni.
Houllier sagði við komu hans til Liverpool: "Djimi hefur verið lykilmaður franska U-18 landsliðsins undanfarin ár og gæti orðið stórkostlegur leikmaður. Hann gæti orðið annar Desailly."
Fréttaritarar liverpool.is spurðu Traore nokkrum mánuðum síðar hvort að hann væri sáttur við að Houllier væri að líkja honum við Marcel Desailly. "Nei", svaraði hann feimnislega. "Minn maður er Lilian Thuram".
Maður óskaði þess heitt að þessi viðkunnanlegi piltur myndi spjara sig vel en hann virkaði afskaplega taugaóstyrkur þegar stóra tækifærið kom og hann átti ekki afturkvæmt í byrjunarliðið. Hann var lánaður til Frakklands þar sem hann lék með El Hadji Diouf hjá Lens og missti naumlega af meistaratitlinum. Hann fékk góða dóma fyrir leik sinn þar en þegar hann snéri tilbaka var hann afar svartsýnn á framtíð sína hjá Liverpool. Houllier var á öðru máli og gaf honum verðugt tækifæri tímabilið 2002-2003 í vinstri bakvarðarstöðunni. Djimbo hefur vaxið ásmegin og hann átti reglulegt sæti í Evrópumeistaraliði Benítez 2004-2005.
Tölfræðin fyrir Djimi Traore
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
1998/1999 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
1999/2000 | 0 - 0 | 0 - 0 | 2 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 2 - 0 |
1999/2000 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
2000/2001 | 8 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 | 3 - 0 | 0 - 0 | 12 - 0 |
2001/2002 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 |
2002/2003 | 32 - 0 | 2 - 0 | 3 - 0 | 11 - 0 | 1 - 0 | 49 - 0 |
2003/2004 | 7 - 0 | 0 - 0 | 2 - 0 | 2 - 1 | 0 - 0 | 11 - 1 |
2004/2005 | 26 - 0 | 1 - 0 | 5 - 0 | 10 - 0 | 0 - 0 | 42 - 0 |
2005/2006 | 15 - 0 | 2 - 0 | 1 - 0 | 5 - 0 | 1 - 0 | 24 - 0 |
Samtals | 88 - 0 | 5 - 0 | 14 - 0 | 32 - 1 | 2 - 0 | 141 - 1 |
Fréttir, greinar og annað um Djimi Traore
Fréttir
-
| AB
Reynslan vegur þungt -
| AB
Traore farinn til Portsmouth! -
| Sf. Gutt
Brottför Djimi Traore staðfest -
| HI
Djimi Traore í læknisskoðun hjá Charlton -
| AB
Djimi Traore á útleið -
| Grétar Magnússon
Djimi: Chelsea munu vilja hefnd -
| HI
Djimi Traore ætlar að berjast fyrir sæti sínu -
| Grétar Magnússon
Rafa: Traore er eins og nýr leikmaður