Neco Williams

Fæðingardagur:
13. apríl 2001
Fæðingarstaður:
Wrexham, Wales
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 2016
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Neco Williams er Walesverji, fæddur 13. apríl árið 2001 og hefur verið hjá Liverpool síðan á unga aldri en hann spilaði fyrst með U-9 ára liðinu.

Williams er hægri bakvörður sem leiðist ekki að sækja fram og styðja við sóknarleikinn. Hann byrjaði knattspyrnuferil sinn sem sóknarsinnaður miðju- og kantmaður en þjálfarateymi félagsins ákvað að þróa leik hans í hægri bakvarðastöðunni.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-18 ára lið félagsins tímabilið 2016-17 þá aðeins á 16. ári og var byrjunarliðsmaður þar í vörninni. Hann var svo meiddur fyrri hluta næsta tímabils en kom sterkur til baka og spilaði m.a. sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs liðið.

Tímabilið 2018-19 var hann hluti af sigurliði félagsins í FA Youth Cup og skoraði hann m.a. úr vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum gegn Manchester City.

Hann hefur spilað fyrir U-19 ára landslið Wales og verið hluti af öllum unglingaliðum Liverpol undanfarin ár.

30. október 2019 verður svo minnistæður dagur fyrir Williams því þá spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins í Deildarbikarleik gegn Arsenal. Þar lagði hann upp jöfnunarmark Divock Origi í uppbótartíma en lokatölur voru 5-5 og Liverpool fór áfram eftir vítaspyrnukeppni.

Tölfræðin fyrir Neco Williams

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2019/2020 6 - 0 4 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 11 - 0
2020/2021 6 - 0 1 - 0 2 - 0 4 - 0 1 - 0 14 - 0
2021/2022 1 - 0 0 - 0 4 - 0 3 - 0 0 - 0 8 - 0
Samtals 13 - 0 5 - 0 7 - 0 7 - 0 1 - 0 33 - 0

Fréttir, greinar og annað um Neco Williams

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil