Boudewijn Zenden semur við Marseille
Samningur Bolo Zenden hjá Liverpool rann út 1. júlí og nú hefur hann skrifað undir samning hjá Marseille. Marseille hefur einnig komist að samkomulagi við Liverpool um kaup á Djibril Cissé.
Boudewijn Zenden skrifaði undir tveggja ára samning við Liverpool 4. júlí 2005 eftir að samningur hans við Middlesbrough rann út. Hann lék 47 leiki á tveimur tímabilum og skoraði tvö mörk gegn Portsmouth og West Ham. Rafa treysti sérstaklega á hann í Meistaradeildinni þar sem hann lék 14 af 30 leikjum sínum í byrjunarliðinu. Zenden hefur komið víða við á ferlinum og getur verið stoltur af. Hann hefur leikið með PSV Eindhoven, Barcelona, Chelsea, Middlesbrough og Liverpool og nú hefur Marseille bæst í þann hóp.
Jose Anigo, íþróttastjóri Marseille var ánægður með nýjasta liðsmann félagsins: "Okkur vantaði leikmann eins og Zenden. Hann færir okkur jafnvægi á vinstri kantinn sem okkur skorti á síðasta tímabili. Hann passar okkur vel, hann hefur gert það gott á alþjóðavettvangi og er í þeim klassa sem hæfir liði í Meistaradeildinni."
Forráðamenn Marseille tilkynntu einnig á heimasíðu sinni í dag að einungis eigi eftir að ganga frá formsatriðum varðandi skipti Djibril Cissé frá Liverpool til Marseille. Cissé lék 29 leiki fyrir Marseille á síðasta tímabili og skoraði 16 mörk, þar á meðal tvö mörk gegn Sochaux í úrslitaleik frönsku bikarkeppninnar sem Marseille tapaði reyndar í vítaspyrnukeppni. Cissé var keyptur á metupphæð, alls 14 milljónir punda frá Auxerre sumarið 2004 en aðlagaðist ekki liðsheild Liverpool nægilega vel. Hann skoraði þó 19 mörk í 54 leikjum síðara tímabil sitt hjá félaginu og alls 24 mörk í 79 leikjum.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!