Voronin fullur sjálfstrausts
Úkraníubúinn Andriy Voronin hlakkar til tímabilsins og efast ekki um að hann muni láta að sér kveða. Hann hefur séð hversu vel fyrrum samherji hans hjá Bayer Leverkusen, Dimitar Berbatov, hefur aðlagast enska boltanum.
"Berbatov hefur staðið sig vel og hann kom úr þýska boltanum sem er álíka enska boltanum. Ég vona að reynsla mín hjá Bayer Leverkusen muni hjálpa mér. Ég er ekki bara hérna til að fylla upp í hópinn. Ég er mjög sterkur karakter. Ég vil byrja inná í sem flestum leikjum og samkeppnin hér mun hjálpa mér.
Voronin segir ennfremur að slakur árangur Andriy Shevchenko hafi ekki dregið úr sér kjark að fara til Liverpool: "Ég ræddi við hann um enska boltann. Hann er einn af bestu framherjum Evrópu en stóð sig ekki eins vel og búist var við á síðasta tímabili en hann lék í sjö tímabil með AC Milan og ítalska deildin er allt öðruvísi en sú enska. Ég hef lagt stund á enska boltann og hann er að mörgu leyti svipaður þeim þýska."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!