Andriy Voronin

Fæðingardagur:
21. júlí 1979
Fæðingarstaður:
Odessa, Úkranía
Fyrri félög:
Borussia Mönchengladbach, Mainz, Köln, Bayer Leverkusen
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
06. júlí 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Andriy Voronin var nú ekki þekktasta nafn í heimi þegar hann kom til Liverpool í júlí 2007. Úkraínubúinn lék í Þýskalandi eftir að hann fór frá heimalandinu. Hann varð markakóngur 2. deildar með Mainz 2002-2003 tímabilið, síðan lék hann með FC Köln og loks Bayer Leverkusen þar sem hann lék gegn Liverpool í Meistaradeildinni. Rafa sagði að honum hafi fundist hann vera besti maður liðsins gegn þeim og sóaði ekki tækifærinu þegar samningur hans við Leverkusen var að renna út. Voronin hefur ekki skorað fjölda marka fyrir félög sín en er duglegur að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína og leggur sig allan fram fyrir liðsheildina.

Á undirbúningstímabilinu fyrir tímabilið 2007-2008, sem var hans fyrsta sem leikmaður Liverpool, stóð hann sig feykilega vel og virtist sem Rafael Benítez hefði gert góð kaup í þessum öfluga framherja. Á undirbúningstímabilinu skoraði hann þrjú mörk og þótti einn besti leikmaður Liverpool í þeim leikjum.

Voronin skoraði sex mörk á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool en hlutverk hans í liðinu var í raun ekki sem aðalframherji heldur varaskeifa fyrir Fernando Torres, hann missti einnig úr smá hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Frumraun hans var í leik gegn Aston Villa í ágúst 2007 þegar hann kom inn á sem varamaður og fjórum dögum síðar skoraði hann fyrsta markið sitt fyrir félagið með glæsilegu skoti af tuttugu metra færi í forkeppni Meistaradeildarinnar þegar Liverpool lagði Toulouse.
Sumarið eftir sló Voronin aftur í gegn á undirbúningstímabilinu og skoraði hann þrjú mörk í þeim leikjum sem hann lék og spilaði hann afar vel í þeim öllum. Svo virtist þó vera að hann væri ekki í plönum Rafael Benítez fyrir komandi tímabil og fór hann á láni til Herthu Berlín í Þýskalandi með möguleika á að ganga til liðs við félagið eftir tímabilið fyrir ákveðna upphæð.

Tímabilið sem hann eyddi hjá Herthu Berlín var áhrifaríkt og skoraði hann ellefu mörk í tuttugu leikjum sem verður að teljast mjög gott en Hertha Berlín taldi sig ekki hafa efni á honum og því heldur hann aftur til Liverpool en hann segist ætla að snúa aftur til Liverpool með það í huga að slá í gegn. Hann segist gera sér fulla grein fyrir því að hann er að berjast við einn besta framherja í heimi um stöðu í liðinu en hann er hvergi banginn og freistar þess að gefa Fernando Torres harða samkeppni á komandi tímabili.

Tölfræðin fyrir Andriy Voronin

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2007/2008 19 - 5 1 - 0 1 - 0 7 - 1 0 - 0 28 - 6
2008/2009 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2009/2010 8 - 0 0 - 0 1 - 0 3 - 0 0 - 0 12 - 0
Samtals 27 - 5 1 - 0 2 - 0 10 - 1 0 - 0 40 - 6

Fréttir, greinar og annað um Andriy Voronin

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil