Nýtt átrúnaðargoð Úkraínumanna
Gleymið Andriy Schevchenko, það er annar Andrés kominn í guðatölu á meðal stuðningsmanna landsliðsins.
Andriy Voronin hefur byrjað með látum hjá Liverpool og er greinilega mikið í mun að sanna mátt sinn og meginn fyrir aðdáendum Rauða Hersins. Framganga hans hefur vakið feikna athygli í heimalandi hans, Úkraínu og flykktust stuðningsmenn landsliðsins að honum þegar hann fór til Georgíu í tilefni af leik Úkraínu og Georgíu í undankeppni Evrópukeppni landsliða.
Hetjur Úkraínu í boltanum hafa jafnan komið frá Kiev eins og Valeriy Lobanovskiy, og Gullknattarhafarnir Oleh Blokhin, Igor Belanov og Andriy Shevchenko. Nú er Andriy Voronin loks kominn í sviðsljósið. Framundan er erfiður leikur gegn Georgíu á morgun og síðan gegn Ítalíu í Kiev á miðvikudaginn. Voronin er hæfilega bjartsýnn: "Það er erfitt að leika gegn Georgíu. Við verðum að leggja okkur alla fram til að ná sigri. Jafntefli dugar ekki."
Aðspurður um gengi sitt hjá Liverpool, sagði átrúnaðargoð Úkraínumanna eftirfarandi: "Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér. Þegar ég skrifaði undir sagði Rafa að hann myndi rótera mér. Liverpool er með 23 leikmanna hóp og þar af eru 20 landsliðsmenn. Allir vilja spila en þjálfarinn veit sínu viti með því að hvíla okkur."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!