Rafa hyllir Robbie
Robbie Fowler snýr aftur í musteri sitt á morgun með Cardiff City þegar liðin mætast í Deildarbikarnum á Anfield Road. Robbie kvaddi Liverpool núna í vor en hann er langt frá því gleymdur á Anfield Road. Rafael Benítez, sem fékk hann til baka til Liverpool, hælir honum á hvert reipi.
"Það voru sumir hissa þegar við fengum Robbie til baka frá Manchester City en mín skoðun er sú að seinni heimkoma hans hafi tekist mjög vel. Hann sýndi okkur sína góðu hæfileika á meðan hann var hérna. Hann býr yfir miklum andlegum styrk og leggur sig allan fram. Miðað við, öll meiðslin sem hann hefur lent í og hversu gamall hann er, þá stóð hann sig frábærlega hjá okkur. Hann var látlaust að grínast en um leið þá sýndi hann öllum virðingu og skilaði sínum verkum af fagmennsku.
Ég var mjög ánægður með Robbie. Ég tók líka eftir því að sumir af hinum leikmönnunum lærðu af honum hvernig þeir áttu að hreyfa sig á vellinum og afgreiða boltann í markið. Það var frábært."
Stuðningsmenn Liverpool munu án nokkurs vafa hylla Robbie Fowler á sínum gamla heimavelli annað kvöld. Rafa vonast eftir því að Robbie njóti kvöldsins en fari samt vonsvikinn heim!
"Ég hef ekki hitt hann eftir að hann fór en ég hef séð hann spila í sjónvarpinu. Ég hlakka til að hitta hann og ég vonast til að hann verði hinn kátasti fyrir leikinn en ég vona líka að hann verði svolítið vonsvikinn þegar leiknum er lokið. Þegar þessum leik er lokið vona ég að hann skori 20 mörk og verði markakóngur í Championship deildinni. Kannski getum við leyft honum að skora eitt fallegt mark fyrir framan The Kop en við verðum þá að vera búnir að skora þrjú mörk sjálfir!"
Robbie Fowler gekk til liðs við Cardiff City í sumar. Þegar hér er komið við sögu hefur Robbie skorað sex mörk í tólf leikjum og er markahæsti leikmaður Cardiff. Liðinu hefur ekki gengið sem best það sem af er leiktíðar og ekki staðið undir væntingum.
Robbie Fowler lék 369 leiki með Liverpool og skoraði í þeim 183 mörk. Hann er fimmti markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!