Hvað sagði Rafa við Robbie?
Líklega standa flestir stuðningsmenn Liverpool í ævarandi þakkarskuld við Rafael Benítez fyrir að fá Robbie Fowler aftur heim til Liverpool á sínum tíma. Robbie er ekki síður þakklátur Rafael fyrir að hafa gefið sér tækifæri á að leika aftur með Liverpool.
Fyrir Deildarbikarleik Liverpool og Cardiff hyllti Rafael goðsögnina og sagði hann hafa staðið sig með sóma eftir endurkomu sína. Það kom því ekki á óvart að það færi vel á þeim félögum eftir leikinn. Þegar flautað var til leiksloka gekk Rafael út á völlinn og faðmaði Robbie að sér. Hann sagði eitthvað við hann en hvað skyldi það hafa verið?
"Ég einfaldlega óskaði honum góðs gengis. Hann reyndist okkur frábærlega þegar hann kom aftur hingað til félagsins. Hann er farinn frá okkur en hann skilur eftir sig minningar um frábæran leikmann."
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen