Kuyt ánægður með að skora
Þungu fargi var létt af Dirk Kuyt þegar hann skoraði gegn Newcastle um helgina. Markið var ekki beint glæsilegt en það er ekki spurt að því og taldi það jafn mikið og glæsimark Steven Gerrard í leiknum.
Kuyt var mikið gagnrýndur eftir leikinn gegn Blackburn þar sem hann hefði getað skorað a.m.k. tvö mörk. Hann kom ekki við sögu í næstu tveim leikjum liðsins, gegn Besiktas og Fulham, og var þungu fargi af honum létt þegar hann sá boltann í netinu á St. James Park.
,,Ég veit að ég skoraði, en Sami Hyypia snerti boltann og það eina sem ég gat gert var að snerta boltann með hnénu þannig að það var smá heppnisstimpill yfir þessu," sagði Kuyt.
,,Ég reyndi að sjálfsögðu að skora og það var mikilvægt að komast í 2-0. Ég hef ekki skorað mörg mörk í Úrvalsdeildinni á þessu tímabili og í síðasta leik mínum gegn Blackburn klúðraði ég þrem góðum færum. Ég var ekki ánægður með það og ég veit að ég þarf að gera betur og nýta færin. Ég var að reyna að skora, og nú þegar það tókst vonast ég til þess að sjálfstraustið aukist fyrir næsta leik."
,,Við vitum að ef við ætlum að vinna bikara þurfum við fleiri en tvo sóknarmenn. Þetta gerir það erfiðara að spila frammi en við vitum hvernig þetta virkar."
Kuyt hafði þetta að segja um leikinn: ,,Það var ótrúlegur fjöldi færa sem við sköpuðum. Það eina sem vantar er að við skorum meira þegar færin eru að gefast en þegar maður sigrar 3-0 á útivelli gegn Newcastle þá eru það alltaf góð úrslit."
Glæsimark Steven Gerrard gaf tóninn og Kuyt var ánægður að sjá hann bregðast vel við því þegar áhorfendur púuðu á hann vegna lélegrar frammistöðu enska landsliðsins í liðinni viku.
,,Það var svolítið svekkjandi að heyra púað á Gerrard því hann er ekki aðeins mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool heldur líka enska landsliðið. Ég skil að áhorfendur hafi verið svekktir með að England sé ekki með á Evrópumótinu næsta sumar, en maður verður að bera virðingu fyrir leikmönnum eins og Steven Gerrard vegna þess að hann er mikilvægur fyrir Liverpool og mun halda áfram að vera mikilvægur fyrir England í framtíðinni. Steven og Peter Crouch voru virkilega vonsviknir eftir síðasta miðvikudag. Þeir voru niðurlútir á fimmtudag og föstudag en þeir vissu hversu mikilvægur leikurinn gegn Newcastle var og þeir einbeittu sér að honum."
,,Það sáu allir gæðin sem Steven Gerrard býr yfir. Hann skoraði frábært mark og kom okkur á bragðið."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni