Merkilegt mark!
Það voru skoruð sjö mörk á Anfield Road á laugardaginn þegar Liverpool vann 5:2 sigur á Havant and Waterlooville.
Lucas Leiva skoraði fallegasta leiksins þegar hann skaut glæsilegu bogaskoti utan vítateigs af um 25 metra færi. Boltinn hafnaði efst uppi í markhorninu fjær.
Þetta var eitt fallegasta markið sem Liverpool hefur skorað á þessari leiktíð. Þar fyrir utan þá var það sögulegt fyrir þær sakir að þetta var fyrsta markið sem Brasilíumaður skorar fyrir Liverpool.
"Ég er mjög ánægður því ég er búinn að vera að reyna að skora fyrsta mark mitt fyrir félagið. Þetta var skrýtið því á æfingu á föstudaginn var ég að æfa markskot og náði að skora nokkur mörk. Sumir af leikmönnunum sögðu þá að ég myndi skora daginn eftir og það gekk eftir. Þetta var yndisleg stund fyrir mig og mig langar að tilenka fjölskyldu minni markið því hún hefur alltaf staðið þett við bakið á mér. Þetta var líka merkileg stund fyrir mig því ég varð þarna fyrstur Brasilíumanna til að skora mark fyrir Liverpool. Ég er því virkilega hamingjusamur núna."
Fyrsta mark Lucas Leiva fyrir Liverpool kom sem sagt í F.A. bikarnum. Það er keppni sem Lucas veitti athygli þegar hann var að alast upp heima í Brasilíu.
"F.A. bikarkeppnin er fræg keppni í Brasilíu. Við þurfum nú að reyna að vinna bikarinn því þetta er virkilega mikilvægur titill. Þegar ég var í Brasilíu þá horfði ég á Liverpool keppa í F.A. bikarnum í sjónvarpinu. Þetta virtust alltaf vera merkilegir leikir og það yrði sannarlega magnað ef við gætum unnið bikarinn. Ég hef aldrei spilað á Wembley og ég vona að ég fái tækifæri til þess á þessari leiktíð. Ég geri mér þó grein fyrir því að allir leikir í F.A. bikarnum, á þessari leiktíð, verða erfiðir."
Þess má að lokum geta að Lucas Leiva var á dögunum valinn í brasilíska landsliðið sem spilar við Íra á Írlandi í byrjun næsta mánaðar. Það sýnir að Lucas er í áliti hjá forráðamönnum brasilíska landsliðsins sem þó hafa úr mörgum frábærum leikmönnum að velja.
-
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Diogo Jota meiddur -
| Sf. Gutt
Dreymdi um svona augnablik! -
| Sf. Gutt
Trey Nyoni kominn með samning -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með vinnu! -
| Sf. Gutt
Skoskt met hjá Andrew Robertson!