Lucas Leiva
- Fæðingardagur:
- 09. janúar 1987
- Fæðingarstaður:
- Dourados, Brasilía
- Fyrri félög:
- Gremio
- Kaupverð:
- £ 5000000
- Byrjaði / keyptur:
- 05. nóvember 2007
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Duglegur miðjumaður sem var valinn besti leikmaður brasilísku 1. deildarinnar á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hann er jafnframt yngsti leikmaðurinn sem hefur hlotið þessa nafnbót sem kappar eins og Zico, Falcao, Careca, Romario, Kaka og Tevez geta státað af.
Lucas var keyptur til Liverpool fyrir tímabilið 2007-2008 fyrir fimm milljónir punda sem þykir ekki mikill peningur fyrir efnilegan leikmann sem hefur verið fyrirliði í unglingalandsliðum Brasilíu og leikið þrjá leiki fyrir A-landsliðið.
Frumraun sína fyrir Liverpool þeytti hann í forkeppni Meistaradeildarinnar þegar Liverpool mætti Toulouse í ágúst mánuði 2007. Hann lék yfir þrjátíu leiki fyrir Liverpool á sínu fyrsta tímabili í Úrvalsdeildinni og þótti hann í stöðugri bætingu. Fyrsta mark sitt skoraði hann með glæsilegu skoti gegn Havant&Waterlooville í FA Bikarnum það sama ár. Lucas hefur skorað fjögur mörk fyrir Liverpool, hann hefur skorað eitt mark í öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt í með Liverpool.
Á síðustu leiktíð, 2008-2009, missti Lucas af fyrstu deildarleikjum Liverpool þegar hann var í bronsliði Brasilíu á Ólympíuleikunum í Kína. Hann lék 39 leiki fyrir Liverpool á tímabilinu þrátt fyrir erfiða baráttu um stöðu við Javier Mascherano og Xabi Alonso. Hápunktur hans var frammistaða hans í stórsigri Liverpool á Manchester United þegar liðin mættust á Old Trafford í mars mánuði árið 2009, þá leysti hann Xabi Alonso af hólmi sem var fjarverandi en það var ekki að sjá í leiknum að Lucas sé ekki jafnoki Alonso miðað við frammistöðu hans í þeim leik.
Tölfræðin fyrir Lucas Leiva
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2007/2008 | 18 - 0 | 4 - 1 | 3 - 0 | 7 - 0 | 0 - 0 | 32 - 1 |
2008/2009 | 24 - 1 | 2 - 0 | 2 - 1 | 10 - 1 | 0 - 0 | 38 - 3 |
2009/2010 | 35 - 0 | 2 - 0 | 0 - 0 | 13 - 1 | 0 - 0 | 50 - 1 |
2010/2011 | 33 - 0 | 1 - 0 | 1 - 0 | 12 - 1 | 0 - 0 | 47 - 1 |
2011/2012 | 12 - 0 | 0 - 0 | 3 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 15 - 0 |
2012/2013 | 26 - 0 | 1 - 0 | 0 - 0 | 4 - 0 | 0 - 0 | 31 - 0 |
2013/2014 | 27 - 0 | 1 - 0 | 1 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 29 - 0 |
2014/2015 | 20 - 0 | 3 - 0 | 5 - 0 | 4 - 0 | 0 - 0 | 32 - 0 |
2015/2016 | 27 - 0 | 1 - 0 | 5 - 0 | 7 - 0 | 0 - 0 | 40 - 0 |
2016/2017 | 24 - 0 | 3 - 1 | 4 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 31 - 1 |
Samtals | 246 - 1 | 18 - 2 | 24 - 1 | 57 - 3 | 0 - 0 | 345 - 7 |
Fréttir, greinar og annað um Lucas Leiva
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Er ég Englandsmeistari? -
| Grétar Magnússon
Lucas til Lazio -
| Sf. Gutt
Lucas í áratug hjá Liverpool! -
| Sf. Gutt
Veisla fyrir Lucas Leiva -
| Grétar Magnússon
Stóðum okkur vel -
| Sf. Gutt
Til hamingju með daginn Lucas! -
| Heimir Eyvindarson
Lucas missir af Swansea leiknum -
| Sf. Gutt
Var næstum farinn -
| Sf. Gutt
Fer Lucas eða ekki? -
| Sf. Gutt
Lucas Leiva á förum? -
| Sf. Gutt
Hlakkar til ferðar á Wembley! -
| Heimir Eyvindarson
Lucas óviss um framtíðina -
| Heimir Eyvindarson
Lucas fer hvergi -
| Sf. Gutt
Lucas ætlar að hafa samband við Andy! -
| Heimir Eyvindarson
Ég er klár -
| Grétar Magnússon
Lucas klár í slaginn -
| Grétar Magnússon
Lucas frá í tvo mánuði -
| Grétar Magnússon
Lucas í landsliðið á ný -
| Heimir Eyvindarson
Næstum 100 prósent -
| Grétar Magnússon
Lucas skrifar undir langtímasamning
Skoða önnur tímabil