Lucas hafnaði Inter fyrir Liverpool
Hinn bráðefnilegi brasilíski miðjumaður, Lucas, hefur upplýst að hann hafi hafnað tilboði frá Inter til að ganga til liðs við Liverpool. Hann vill endilega auka vonbrigði Inter meira í næstu viku með því að leggja grunninn að því að slá þá út úr meistaradeildinni.
Lucas segir í viðtali við nýjasta tölublað LFC Magazine að hann sjái ekki eftir þeirri ákvörðun sinni og það sem átti mestan þátt í því var að geta átt þátt í að skapa sögu í ensku úrvalsdeildinni.
"Ég vil taka áskorun. Ég var í heppilegri stöðu hjá Gremio því að mér hafði gengið vel og fékk nokkur áhugaverð tilboð, sem hefðu fært mér mikla fjármuni. Sum þeirra voru frá Spáni og ég fékk einnig fyrirspurn frá Inter Milan. Þetta voru allt stórir klúbbar en Liverpool skar sig úr strax og ég heyrði af áhuga þeirra.
Ég hafði heyrt um liðið í Brasilíu og við sáum marga leiki í ensku úrvalsdeildinni þar svo að ég vissi hvað stjórinn væri að byggja upp hér í klúbbnum. Ég hafði mikinn áhuga á því hvað þeir höfðu að segja frá fyrsta degi. Faðir minn og umboðsmaðurinn minn komu hingað til að tala við Liverpool og þeir voru afar hrifnir af öllu sem þeir sáu.
Í mínum huga var þetta aðeins íþróttatengt verkefni hjá félagi sem myndi hjálpa mér að mæta þeim metnaði sem ég hef og gera mér kleift að hjálpa þeim að ná sínum markmiðum."
Þegar Lucas skoraði jöfnunarmarkið gegn Havant & Waterlooville í enska bikarnum varð hann fyrsti Brasilíumaðurinn til að skora fyrir félagið. En hann setur markið hærra. "Ég vil að fólk muni eftir mér sem fyrsta unga Brasilíumanninn sem vann allt hjá Liverpool. Ég varð sá fyrsti til að skora fyrir félagið og ég er afar stoltur af því. Ég hefði getað farið til Spánar eða Ítalíu og það hefði verið meira í takt við það sem ég var vanur að gera. En ég vil gera eins gott úr ferli mínum og ég get og vil takast á við ögrandi verkefni."
Lucas komst í úrslit í Suðurameríkukeppni meistaraliða með Gremio, en liðið talaði þar fyrir Boca Juniors. Ef hann kemst með Liverpool í úrslit meistaradeildinarinnar verður hann fyrsti leikmaður Liverpool sem spilar úrslitaleikina í báðum þessum keppnum. Hann vill gjarnan ná þessu marki, en vill ekki ræða það að öðru leyti þar sem langur vegur er þangað til það tekst. "Við horfum aðeins á leikin gegn Inter, sem er með frábært lið sem verður erfitt að vinna. Ég held að við getum unnið Inter, en það verður spennandi leikur og vonandi næ ég að spila minn fyrsta leik á San Siro."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!