Liverpool-Middlesborough, tölfræði
Í deildarleikjum á Anfield hefur Liverpool unnið 35 sinnum, Middlesborough 13 sinnum og 17 sinnum hafa liðin gert jafntefli.
Í öllum deildarleikjum hefur Liverpool unnið 55, Middlesborough 37 og 39 sinnum hefur orðið jafntefli.
Fyrir sex vikum gerðu þessi lið 1-1 jafntefli á Riverside. Fernando Torres jafnaði þá leikinn eftir að George Boateng hafði komið Boro yfir. Þetta var aðeins annar leikurinn af síðustu níu á þessum velli sem Liverpool náði að skora í.
Á síðasta tímabili vann Liverpool 2-0 á Anfield með tveimur mörkum frá Steven Gerrard. Mörkin komu á sjö mínútna kafla í síðari hálfleik, það síðara úr vítaspyrnu.
Í ensku úrvalsdeildinni hefur Liverpool unnið 11 og gert sjö jafntefli í 25 leikjum þessara liða.
Liverpool hefur ekki tapað síðustu 19 deildarleikjum gegn Middlesborough á Anfield; unnið 13 og gert sex jafntefli.
Liverpool hefur ekki tapað síðustu sex leikjum heima og heiman gegn liðinu.
Í síðustu 39 leikjum liðanna, heima og að heiman, hefur Liverpool aðeins tapað sex í deildinni.
Síðasti maðurinn til að vera rekinn út af í leik þessara liða var Dominic Matteo í febrúar 1999.
Robbie Fowler var síðasti leikmaður Liverpool til að skora þrennu gegn Boro. Í desember 1996 varð hann fyrsti, og hingað til eini, leikmaðurinn til að skora fjögur mörk fyrir Liverpool gegn þeim.
Stærsti sigur Liverpool á Boro á Anfield kom árið 1931 þegar Liverpool vann 7-2. Stærsti ósigurinn kom árið 1907, 4-2.
Xabi Alonso lék sinn 100. deildarleik fyrir Liverpool í útileiknum gegn Boro fyrir sex vikum.
Þessi lið eru tvö af aðeins fjórum liðum í ensku úrvalsdeildinni sem hafa ekki fengið rautt spjald í deildarleik í vetur. Hin Tvö eru Birmingham og Bolton.
Af 83 mörkum sem Liverpool hefur skorað á þessu tímabili í öllum keppnum hafa 27 verið skoruð á síðustu 15 mínútum leiksins.
Fernando Torres er aðeins tveimur mörkum frá því að verða fyrsti sóknarmaður Liverpool í 5 ár til að skora meira en 20 mörk á tímabili.
Í keppninni um að halda markinu oftast hreinu hefur Pepe Reina forystu, en hann hefur gert það tólf sinnum, einu sinni oftar en Petr Chech, Tim Howard, David James og Edwin van der Sar.
Boro hefur aðeins skorað tvisvar í síðustu átta leikjum sínun á Anfield - Geremi í 1-1 jafntefli í febrúar 2003 og Szilard Nemeth í apríl 2005. Í bæði skiptin var um að ræða fyrsta mark leiksins.
Síðasti maðurinn frá Bretlandseyjum til að skora fyrir Middlesborough á Anfield var Phil Stamp, sem skoraði eina mark liðsins í 3-1 tapi í febrúar 1999.
Síðasti leikmaður Boro til að skora þrennu gegn Liverpool var Fabrizio Ravanelli í sínum fyrsta leik í enska boltanum í ágúst 1996, í 3-3 jafntefli.
Síðasti sigur Middlesborough á Anfield í deildinni kom í mars 1976 þegar Terry Cooper og John Hickton skoruðu í 2-0 sigri. Bæði Graeme Souness og Phil Boersma voru í sigurliði Boro þennan dag.
Vinstri bakvörðurinn Jonathan Grounds lék sinn fyrsta leik í 1-1 jafntefli þessara liða á Riverside í síðasta mánuði.
Boro er ósigraði í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Þetta er besta gengi liðsins í 12 mánuði.
Þeir hafa ekki tapað leik í öllum keppnum síðan á nýársdag, þegar þeir töpuðu 2-0 á heimavelli fyrir Everton. Síðan þá hafa þeir unnið fjóra leiki og gert fjögur jafntefli í deildinni og bikarnum.
Síðasta leikmaður Boro til að vera rekinn útaf gegn Liverpool var Ugo Ehiogu í fyrstu umfer leiktíðarinnar 2006-07 á Riverside.
Þetta verður 65. leikur Gareth Southgate sem framkvæmdastjóri Middlesborough. Hann hefur unnið 19 sinnum, gert 18 jafntefli og tapað 27 sinnum.
Sigur Boro á Fulham fyrir hálfum mánuði var 150. sigur þeirra í ensku úrvalsdeildinni.
Middlesborough hefur unnið þrjá af 13 útileikjum sínum í deildinni í vetur. Þeir unnu Fulham 2-1 í ágúst, og síðan bæði Derby og Portsmouth 1-0 í desember.
Þeir hafa skorað átta mörk í síðustu tíu deildarleikjum sínum en hafa fengið fimmtán stig í þeim.
Þeir hafa ekki skorað oftar en einu sinni í deildarleik síðan þeir unnu Arsenal 2-1 í byrjun desember.
Þeir hafa skorað níu mörk á útivelli í deildinni. Aðeins Fulham (7) og Derby (5) hafa skorað færri mörk.
Jöfnunarmark á 87. mínútu frá Robert Huth gegn Newcastle á útivelli fyrir þremur vikum er eina markið í síðustu tíu deildarleikjum sem Boro hefur skorað í síðari hálfleik.
Þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í síðustu fimm deildarleikjum, og aðeins eitt mark í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum.
Í þeim fjórum deildarleikjum sem bæði lið hafa spilað síðan þau mættust á Riverside hefur Liverpool fengið fimm stig, þremur stigum minna en Middlesborough.
Markaskorarar í vetur (deildin innan sviga):
Liverpool: Torres 18 (12), Gerrard 17 (8), Benayoun 10 (3), Kuyt 9 (3), Crouch 8 (2), Babel 7 (3), Voronin 4 (3), Hyypia 3 (1), Alonso 2 (2), El Zhar 1 (0), Lucas 1 (0), Sissoko 1 (1), sjálfsmörk 2 (2).
Middlesbrough: Downing 5 (4), Tuncay 4 (4), Wheater 4 (3), Aliadiere 3 (3), Arca 2 (2), Lee 2 (0), Mido 2 (2), Boateng 1 (1), Cattermole 1 (1), Hutchinson 1 (1), Huth 1 (1), Rochemback 1 (0), Young 1 (1), sjálfsmörk 1 (0).
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!