Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Stuðningsmenn Liverpool tóku gleði sína á ný eftir magnaðan sigur Liverpool á Inter Milan í vikunni. Tapið gegn Barnsley í F.A. bikarnum bar þó skugga á sigurgleðina. Hvernig í veröldinni gat það gerst að Liverpool skyldi tapa á heimavelli fyrir fyrstu deildarliði Barnsley og vinna svo Ítalíumeistara Inter Milan í næsta leik sem fór fram aðeins þremur dögum seinna? Fyrir mestu vitringa veraldarinnar þá væri það næstum ómögulegt að finna einhverja gáfulega skýringu á þessum viðsnúningi. Leikmenn Liverpool gengu af velli eftir tapið gegn Barnsley eins og barðir hundar en eftir sigurinn gegn Inter voru sömu menn hylltir sem hetjur. Reyndar voru það ekki alveg sömu menn sem léku þessa tvo leiki en það er bara ekki ásættanlegt fyrir Liverpool að tapa á heimavelli fyrir liði úr neðri deild. Slíkt má bara ekki eiga sér stað.
En í leiknum gegn Inter Milan, sem ekki hafði tapað leik í hálft ár, sýndu leikmenn og stuðningsmenn Liverpool sitt rétta andlit. Allt fór saman eins og best gat verið og útkoman kom í raun ekki á óvart. Úrslitin komu jafnvel ekki á óvart eftir tapið gegn Barnsley. En af hverju ekki? Jú, þegar allir stilla saman strengi sína getur Liverpool lagt hvað lið sem er að velli. Það hefur liðið sýnt síðustu árin í mikilvægum leikjum. Þar stendur hnífurinn í kúnni! Liverpool spilar á morgun bara venjulegan deildarleik. Hvað gerist þá? Sá leikur er ekki síður mikilvægur en leikirnir gegn Barnsley og Inter Milan. Hugsanlega er hann mikilvægari í augum sumra. Nú er að sjá hvað gerist þegar þeir Rauðu mæta til leiks í venjulegan leik!
Liverpool gegn Middlesborough á síðustu sparktíð: Liverpool endaði veturinn vel með því að leggja Boro að velli á Anfield Road. Liverpool vann öruggan sigur sem hefði getað verið stærri. Eins og svo oft áður þá var það fyrirliðinn sem gekk fram fyrir skjöldu.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Middlesborough
Liverpool skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk gegn Inter Milan í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Því seinna sem mörkin koma í leikjum þess heldur er erfiðara fyrir mótherjana að svara. Það er ótrúlegt hversu oft góð lið skora undir lok leikja. Manchester United er gott dæmi um þetta.
Ég veit ekki hvaðan þær sögusagnir komu að Rafael Benítez væri undir svo miklu álagi að það væri stutt í að hann myndi missa starfið sitt. Að minnsta kosti áttu þær sögusagnir ekki upptök sín innan veggja félagsins. Það er alveg á hreinu að Liverpool hefur góðu liði á að skipa þegar liðið stillir upp sínu sterkasta liði. Middlesbrough hefur ekki tapað frá því 1. janúar en ég held að þar á bæ munu menn kannski vera með hugann við aukaleikinn við Sheffield United í F.A. bikarnum. Ef Boro vinnur þann leik fá þeir heimaleik við Cardiff City í átta liða úrslitunum og kannski hugsa þeir með sér að þannig eigi þeir þokkalega möguleika í keppninni.
Úrskurður: Liverpool v Middlesborough 2:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!