| Sf. Gutt

Rétt valið!

Rafael Benítez valdi rétta manninn síðasta sumar þegar hann var að leita að nýjum sóknarmanni. Þessi leikmaður hefur nú skorað 21 mark það sem af er leiktíðar. Í gær skoraði hann þrennu og tryggði Liverpool sigur gegn Middlesborough. Rafael Benítez var áuðvitað mjög ánægður með landa sinn og hældi honum á hvert reipi eftir leikinn.

"Fernando var mjög vel vakandi og skoraði þegar þeir gerðu mistök. Hann er búinn að skora 21 mark á þessari leiktíð. Það er mjög góður árangur fyrir leikmann sem er að spila sitt fyrsta tímabil hjá nýju félagi og hann nýtur þess að vera hérna. Það er ekkert auðvelt fyrir útlendinga að koma til Englands og aðlagast ensku deildarkeppninni svona vel á fyrsta ári en hann hefur gert það mjög vel.

Hann hefur reynst vera frábær kaup. Síðasta sumar vorum við að velta 10 leikmönnum fyrir okkur. Svo fækkuðum við þeim niður í þrjá. Fernando varð svo fyrir valinu því hann er ákafur og leikstíll hans hentaði vel í Úrvalsdeildinni. Við vissum að hann var kraftmikill og fljótur. Hann getur alveg gengið frá varnarmönnum með hraða sínum.

Það er alltaf erfitt að skora meira en 20 mörk en honum hefur tekist það á sinni fyrstu leiktíð og það er enn töluvert eftir af henni. Honum eru allir vegir færir því hann er enn að aðlagast knattspyrnunni hér betur og betur. Ég hef ekki sett honum nein markmið. Aðalatriðið fyrir sóknarmenn er að skora mörk en þeir þurfa líka að leggja upp mörk og opna svæði fyrir aðra leikmenn. Fernando er mjög duglegur og nú lítur allt vel út fyrir hann og félagið."

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan