| Arnar Magnús Róbertsson
TIL BAKA
Torres: Þetta var fyrir þig Rafa
Spænski markahrókurinn skoraði sitt 21 mark á tímabilinu í 3-2 sigrinum á Middlesbrough um helgina og þakkaði Rafael Benítez fyrir.
"Þú getur ekki skorað þrjú mörk í leik án þess að fá hjálp frá þjálfaranum þínum og liðsfélögum, svo ég vill þakka þeim" sagði Torres.
"Þjálfarinn keypti mig til Liverpool svo ég er mjög þakklátur honum fyrir það, einnig vinnur hann með mér og hjálpar mér að bæta mig og gera mig að betri leikmanni.
Mér finnst ég hafa bætt mig nú þegar og ég mun halda áfram að bæta mig undir stjórn Rafa Benítez. Mikilvægast er þó að liðið vinni titla, það skiptir öllu.
Ef ég skora nokkur mörk til að hjálpa okkur að vinna titla þá verð ég mjög ánægður en ég hugsa samt fyrst og fremst um liðið.
Ég kom hérna til að vinna titla því ég hef aldrei unnið neinn titil sem atvinnumaður. Ég vann til verðlauna þegar ég var að spila með u-16 og u19 en það er svo langt síðan og ég vil meira.
Vonandi munum við vinna e-ð á þessu tímabili en ef það gengur ekki upp þá er ég viss um að það gerist á næsta tímabili.
Ég skrifaði undir sex ára samning svo ég ætla mér að vera hérna í mörg ár, svo ef vel gengur verð ég vonandi ennþá lengur.
Ég hef skorað 21 mark á tímabilinu því þetta er mitt besta tímabil á mínum ferli en ég er samt ekki að hugsa um að skora 30 mörk því það sem gerir mig ánægðastan er þegar liðið vinnur, ekki þegar ég skora" sagði Torres.
Framherjinn knái upplýsti einnig hversu sérstakt það var fyrir hann að fullkomna þrennuna fyrir framan The Kop.
"Það gerði þetta ennþá sérstakara því fyrir mér er Kop mjög sérstakur staður og hann er mikilvægur fyrir alla þá sem tengjast Liverpool Football Club," bætti El Nino við.
"Aðdáendurnir hafa verið frábærir við mig síðan ég kom hérna fyrst og ég vil þakka þeim því þeirra stuðningur hefur verið mjög hjálplegur.
Nú stefna allir á að halda áfram að vinna og enda í topp 4 svo sigurinn gegn Middlesbrough var mjög mikilvægur fyrir okkur," sagði Torres að lokum.
"Þú getur ekki skorað þrjú mörk í leik án þess að fá hjálp frá þjálfaranum þínum og liðsfélögum, svo ég vill þakka þeim" sagði Torres.
"Þjálfarinn keypti mig til Liverpool svo ég er mjög þakklátur honum fyrir það, einnig vinnur hann með mér og hjálpar mér að bæta mig og gera mig að betri leikmanni.
Mér finnst ég hafa bætt mig nú þegar og ég mun halda áfram að bæta mig undir stjórn Rafa Benítez. Mikilvægast er þó að liðið vinni titla, það skiptir öllu.
Ef ég skora nokkur mörk til að hjálpa okkur að vinna titla þá verð ég mjög ánægður en ég hugsa samt fyrst og fremst um liðið.
Ég kom hérna til að vinna titla því ég hef aldrei unnið neinn titil sem atvinnumaður. Ég vann til verðlauna þegar ég var að spila með u-16 og u19 en það er svo langt síðan og ég vil meira.
Vonandi munum við vinna e-ð á þessu tímabili en ef það gengur ekki upp þá er ég viss um að það gerist á næsta tímabili.
Ég skrifaði undir sex ára samning svo ég ætla mér að vera hérna í mörg ár, svo ef vel gengur verð ég vonandi ennþá lengur.
Ég hef skorað 21 mark á tímabilinu því þetta er mitt besta tímabil á mínum ferli en ég er samt ekki að hugsa um að skora 30 mörk því það sem gerir mig ánægðastan er þegar liðið vinnur, ekki þegar ég skora" sagði Torres.
Framherjinn knái upplýsti einnig hversu sérstakt það var fyrir hann að fullkomna þrennuna fyrir framan The Kop.
"Það gerði þetta ennþá sérstakara því fyrir mér er Kop mjög sérstakur staður og hann er mikilvægur fyrir alla þá sem tengjast Liverpool Football Club," bætti El Nino við.
"Aðdáendurnir hafa verið frábærir við mig síðan ég kom hérna fyrst og ég vil þakka þeim því þeirra stuðningur hefur verið mjög hjálplegur.
Nú stefna allir á að halda áfram að vinna og enda í topp 4 svo sigurinn gegn Middlesbrough var mjög mikilvægur fyrir okkur," sagði Torres að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan