Kuyt vonar að Torres haldi uppteknum hætti
Síðan að Rafael Benítez tók við stjórninni hjá Liverpool hefur liðið ekki náð sigri gegn Bolton á Reebook Stadium, á síðasta tímabili var 2-0 tap staðreynd í leik sem var ekki eftirminnilegur.
En eftir sigur gegn Inter og Middlesboro á síðustu 10 dögum með Torres í toppformi hefur Kuyt trú á því að liðið geti nú náð sigri gegn Bolton enda veitir ekki af því í baráttunni um fjórða sætið.
Hann sagði: ,,Það var mjög mikilvægt að ná sigri gegn Middlesboro vegna þess að við viljum ennþá gera vel í deildinni og við viljum auðvitað vera með í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Við unnum okkkar vinnu og náðum þremur stigum og nú þurfum við að ná eins mörgum stigum og við getum í næstu deildarleikjum. Við byrjuðum ekki vel gegn Middlesboro en eftir sigurinn gegn Inter höfðum við trú á því að við gætum snúið leiknum okkur í hag."
,,Fernando kom okkur aftur inní leikinn og eftir það stjórnuðum við hlutunum, jafnvel þó að það hafi komið smá skrekkur í menn undir lokin. Ég var ánægður með sigrana tvo gegn Inter Milan og Middlesboro og nú verðum við að ná öðrum sigri á sunnudaginn gegn Bolton. Við erum mitt í fjögurra leikja hrinu í deildinni núna áður en við spilum við Inter aftur og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að nýta þessa leiki til fullnustu og koma okkur í fjórða sætið."
,,Vonandi náum við þremur sigrum í viðbót því það er ákkúrat það sem við þurfum. Við sýndum það gegn Inter að við getum unnið alla en við verðum að einbeita okkur að næsta leik."
Líkt og allir sem tengjast félaginu, og margir sem tengjast því ekkert, er Kuyt stórhrifinn af frammistöðu Torres það sem af er tímabilinu. Þrennan sem Torres skoraði um síðustu helgi hefur aðeins styrkt Kuyt í þeirri trú að hann sé að spila við hliðina á einum albesta framherja í Evrópu í dag.
,,Hann er ótrúlegur, virkilega góður leikmaður," sagði Kuyt. ,,Ég hef aldrei séð neinn leikmann sem er svona fljótur með boltann. Ég held að enginn sé eins snöggur og Fernando þegar hann er með boltann. Hann sýndi það gegn Middlesboro að ef maður er með svona leikmann í sínu liði þá getur maður verið mjög ánægður. Hann á bara eftir að verða betri vegna þess að hann er enn ungur og hefur aðeins spilað fótbolta í þessu landi í sex mánuði."
,,Ég ber virðingu fyrir Atletico Madrid en ég held að Liverpool sé aðal málið, virkilega stórt félag, eitt það stærsta í Evrópu og með þá leikmenn sem hann er með með sér hér - eins og Steven Gerrard, Javier Mascherano, Xabi Alonso - að þá á hann einungis eftir að bæta sig. Það er frábært fyrir alla í liðinu að vera með leikmann eins og Fernando í sókninni vegna þess að hann er ótrúlegur. Mér fannst hann spila mjög vel gegn Inter en hann var enn betri gegn Boro. Þrennan sem hann skoraði var önnur þrennan hans á tímabilinu og það er mjög gott fyrir hann og okkur."
Barátta Liverpool um fjórða sætið er mjög hörð um þessar mundir og gefa Everton, Aston Villa, Portsmouth og Manchester City lítið eftir í þeirri baráttu. Í stað þess að hræðast baráttuna telur Kuyt að hún muni aðeins kalla fram það besta hjá öllum á Anfield og að liðið nái nú að komast á sigurbraut sem muni gefa þeim aukið forskot í baráttunni.
,,Við vitum hvað það er að vera undir pressu og við vitum hversu mikilvægt það er að vinna hvern einasta leik sem við spilum," sagði hann. ,,Ef við höldum áfram að vinna þá þurfa hin liðin að vinna líka ef þau ætla sér að keppa við okkur um fjórða sætið. En við skulum bíða og sjá hvað gerist vegna þess að það er enn mikið eftir og margir leikir eiga eftir að spilast áður en einhver veit hvernig deildin endar. Það mikilvæga er að halda áfram að vinna okkar leiki því ef við gerum það þá getum við lítið annað gert en að sjá hvort við náum ekki að vera á meðal fjögurra efstu liðanna."
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur