Ian Rush gerir úttekt á þrennunni!
Ian Rush skoraði sextán þrennur á ferli sínum með Liverpool. Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri þrennur fyrir Liverpool. Það var Gordon Hodgson en hann skoraði seytján. Á hinn bóginn þá skoraði Fernando Torres nýjustu þrennu Liverpool. Ian veit flest um markaskorun og hér gerir hann athyglisverða úttekt á þrennunni.
Númer 1...
"Það fyrsta sýndi hversu vel vakandi hann er þegar mótherjarnir hafa boltann. Hann var viðbúinn að ná boltanum þegar Julio Arca ætlaði að skalla boltann aftur því hann sá það fyrir."
Númer 2...
"Annað markið var frábært skot sem Mark Schwarzer átti ekki minnstu möguleika á að verja og áhorfendur stukku á fætur í aðdáun og gleði."
Númer 3...
"En það var eitthvað í sambandi við þriðja markið sem hreyfði virkilega við mér. Ég held að það hafi verið hvernig hann elti þessa löngu sendingu fram og kom þeim Mark Schwarzer og David Wheater úr jafnvægi þannig að þeir gerðu slæm mistök. Þrátt fyrir mikil mistök þeirra félaga þá átti Fernando mikið verk óunnið en hann afgreiddi boltann mjög vel í markið. Með því sýndi hann hversu vel hann áttaði sig á aðstæðum og staðsetningu sinni á vellinum. Frá sjónarhóli sóknarmanns þá var þetta frábærlega gert og ég hafði mikla ánægju af að sjá hvernig hann afgreiddi boltann í markið."
Annar boltinn sem Fernando Torres fær í safn sitt fyrir þrennu á leiktíðinni er hér kominn í réttar hendur:-)
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni