Rafa telur að Javier geti skorað meira
Javier Mascherano skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær þegar bylmingsskot hans þandi netmöskvana fyrir framan The Kop. Markið var mikilvægt því það jafnaði leikinn gegn Reading. Sem fyrr segir þá var þetta fyrsta markið sem Javier skorar fyrir Liverpool. Þetta var 44. leikur hans með Liverpool. Rafael Benítez telur að Javier geti skorað oftar.
"Við höfum séð áður að Javier er ekki sem verstur að skjóta þegar hann er rétt fyrir utan vítateiginn. Hann þarf bara að bæta hittnina og þá gæti hann skorað fleiri mörk. Ef önnur liða spila svona aftarlega þá gæti verið að hann fengi pláss til að skora. Við höfum rætt þetta við hann og hann veit að hann getur vel skorað mörk með skotum utan vítateigs. Hann skorar kannski ekki oft því hann er varnarsinnaður miðjumaður og leikur aftar á vellinum en Steven Gerrard og Fernando Torres. Hann er þó alveg nógu góður til að skora. Markið hans var frábært og það var mikilvægt fyrir okkur."
Javier skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Argentínumenn í Suður Ameríkukeppninni í fyrra sumar. Þá skoraði hann í tveimur leikjum í röð. Það væri óskandi að hann myndi leika sama leikinn með Liverpool!
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu