Vill tala við yfirmann dómaramála
Rafa Benítez ætlar að fara fram á að hitta yfirmann dómaramála í Englandi, Keith Hackett, eftir atburði helgarinnar þar sem Javier Mascherano var vikið af velli á Old Trafford.
Eins og áður hefur komið fram er Mascherano í banni gegn Everton um næstu helgi en einnig er talið líklegt að bannið verði lengt um tvo leiki í viðbót ef Liverpool hreyfir ekki við neinum mótmælum.
Benítez var vonsvikinn með ákvörðun Steve Bennett þegar hann vísaði Mascherano af velli og vill hann nú ræða við yfirmann dómaramála til að fara yfir málin.
Hann sagði: ,,Ég myndi vilja spjalla við Keith Hackett vegna þess að það er mikilvægt að við finnum lausn á þessu máli."
,,Hjá Liverpool berum við virðingu fyrir leiknum, við berum virðingu fyrir reglunum og dómurunum, og það er mikilvægt að muna það að Mascherano var fyrsti leikmaður Liverpool á þessu tímabili sem fær rautt spjald í deildinni."
John Arne Riise kemur einnig liðsfélaga sínum til varnar og segir að Steve Bennett hefði vel getað komið í veg fyrir þessi læti með því að tala við Steven Gerrard og fá hann til að róa Mascherano niður.
Hann sagði: ,,Ég veit ekki hvað fór þeim á milli (Mascherano og Bennett) en mér finnst að dómarinn hefði átt að ræða við Steven Gerrard áður en upp úr sauð. Mascherano missti stjórn á sér, en hann mun læra af þessu. Hann er þróttmikill leikmaður sem elskar félagið og nýtur þess að sigra. Þess vegna varð hann sennilega aðeins of æstur í leiknum."
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!