Dirk ánægður með stöðu mála
Dirk Kuyt er ánægður með stöðu mála eftir fyrri leik Liverpool og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann tjáir sig líka um stóra vítaspyrnumálið. En fyrst vék hann að markinu sínu.
"Þetta var virkilega mikilvægt mark því Arsenal lék vel. Við lögðum okkar alla fram í leiknum. Við vildum skora og það tókst. Við náðum að svara fyrir okkur og komast aftur inn í leikinn rétt eftir að þeir skoruðu. Við hefðum þurft meiri heppni til að skora aftur en Arsenal lék mjög vel. Arsenal hefur frábæru liði á að skipa en við eigum eftir að spila á Anfield og við höfum sýnt þar að við getum gert magnaða hluti. Allir vita hvernig Evrópukvöldin á Anfield eru og allir vita hvað við höfum afrekað þar síðustu árin. Vonandi verður það sama uppi á teningnum í næstu viku og við náum að komast í undanúrslitin."
Leikmenn og stuðningsmenn Arsenal heimtuðu vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar Dirk virtist brjóta á Alexander Hleb. Hvað fannst Dirk um atvikið?
"Þetta gerðist allt á einu augnabliki. Ég togaði ekki í treyjuna hans og þess vegna átti ekki að dæma víti en það mátti litlu muna."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!