Alan Hansen spáir í Englandsrimmuna
Seinni hluta Englandsorrustunnar milli Liverpool og Arsenal er beðið með mikilli eftirvæntingu um allt England. Alan Hansen, fyrrum leikmaður Liverpool, er búinn að velta rimmunni fyrir sér með hliðsjón af þeirri fyrri.
"Það er ljóst að Liverpool stendur betur að vígi eftir 1:1 jafnteflið á Emirates leikvanginum en liðið má ekki falla í þá gryfju að stefna á markalaust jafntefli til að koma því áfram í undanúrslit. Ég hef það á tilfinningunni að Liverpool, með hinn magnaða stuðning áhorfenda á Anfield, muni reynast sterkara liðið gegn Arsenal. Þó geta ákveðin sálfræðileg atriði spilað inn í og eitt og annað gæti enn gerst.
Rafael Benítez mun örugglega hvetja sína menn til að spila til sigurs og ég held að svo muni fara. Hann veit þó vel að 0:0 jafntefli mun koma Liverpool áfram. Á hinn bóginn þarf ekki nema eitt mark frá Arsenal til að setja viðureignina í allt annað samhengi. Það skyldi enginn halda að úrslitin séu fyrirséð. Ég myndi aldrei vanmeta mikilvægi útimarks og Arsenal þarf ekki nema eitt slíkt. Liðið hefur oft sýnt að það er mjög líklegt til að skora. Ég held að leikurinn verði mjög áþekkur fyrri leiknum á Emirates leikvanginum. Liverpool mun reyna að beita hröðum sóknum og Skytturnar munu spila og spila og spila til að skapa sér færi. Kannski eiga þær betri möguleika að skora á Anfield því stuðningsmenn Liverpool munu ekki sætta sig við að liðið þeirra haldi sig í vörn. Stemmningin sem áhorfendur skapa mun drífa leikmenn Liverpool fram á völlinn og það gæti fært Arsenal sóknarfæri. Ég held samt enn að Liverpool fari áfram en það getur enn allt gerst og leikmenn Arsenal eiga eftir að koma til leiks með trú á að þeir geti skorað mark."
Þetta er brot úr grein sem birtist á vefsíðu BBC.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!