Anfield mun lyfta okkur upp
Fernando Torres segir að stuðningsmenn liðsins lyfti sér og öðrum leikmönnum uppá hærra plan í Meistaradeildinni á Anfield. Torres upplifði fyrst fyrir alvöru stemmninguna á Anfield í leiknum gegn Inter Milan í febrúar.
Torres varð fyrir miklum innblæstri í leiknum gegn Inter og hann hefur trú á því að það sama gerist þegar menn Arsene Wenger mæta á Anfield í kvöld.
,,Það var frábært," segir hann. ,,Inter eru mjög gott lið þannig að það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að sigra þá. Andrúmsloftið var ótrúlegt. Stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og stuðningur þeirra var ein af aðal ástæðunum fyrir því að við náðum sigri."
,,Á hverjum einasta velli sem við spilum á heyrum við alltaf stuðningsmenn Liverpool syngja söngva sína og manni líður vel við að heyra það. En Evrópukvöldin eru sérstökustu kvöldin. Mér var sagt frá þessum kvöldum þegar ég kom fyrst til félagsins en nú þegar ég hef notið þeirra sjálfur þá vil ég bara meira og meira af þeim."
Líklegt er að Kop stúkan verði hávær í kvöld og núna nýverið er einn söngur sem hefur heyrst meira og meira þaðan en textinn er eitthvað á þessa leið: ,,We bought the lad from sunny Spain", en það er lofsöngur til Torres.
Torres bætir við: ,,Þegar ég heyri þennan söng sunginn þá líður mér mjög vel. Svo virðist sem að hann verði háværari með hverjum leiknum og sem leikmanni þá er mjög gott að vita að maður nýtur svona stuðnings. Vonandi munum við endurgjalda stuðning þeirra í kvöld með því að ná þeim úrslitum sem við þurfum."
Torres var í byrjunarliðinu síðastliðinn miðvikudag þegar liðið náði góðum úrslitum á Emirates leikvanginum. Nú segja veðmangarar að Liverpool sé líklegra liðið til að komast í undanúrslitin en Torres tekur engu sem sjálfsögðum hlut.
,,Við vorum ánægðir með úrslitin í síðustu viku vegna þess að við náðum marki á útivelli og jafntefli. En það þýðir ekki að leikurinn í kvöld verði eitthvað léttur. Arsenal eru mjög gott lið og við verðum að spila mjög vel til að leggja þá af velli. Við höfum sjálfstraustið til þess vegna þess að við erum að spila vel en við tökum engu sem sjálfsögðum hlut. Fólk er að segja að við séum líklegri en fyrir mér er þetta mjög jafnt."
,,Við höfum spilað við Arsenal þrisvar sinnum á þessu tímabili og hingað til hafa úrslitin alltaf verið 1-1 og það sýnir að það er ekki mikill munur á liðunum. Fyrr á tímabilinu komu þeir á Anfield og náðu jafntefli og nú höfum við náð tveimur jafnteflum á Emirates vellinum. Liðin þekkja hvort annað mjög vel og við berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum þannig að leikurinn í kvöld verður alveg eins og hinir fyrri."
Torres segir að ef hlutirnir hefðu æxlast öðruvísi gæti hann jafnvel verið að spila gegn Liverpool í kvöld. Fyrir sex árum, þegar hann var aðeins 18 ára, var hann markahæstur í spænska landsliðinu sem sigruðu Evrópumót U-19 ára landsliða og allir helstu njósnarar Evrópu horfðu á hann fara illa með varnir andstæðinganna.
,,Það var þá sem tilboðin fóru að koma inn," segir Torres. ,,Til dæmis var eitt frá Arsenal."
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu