Ungliðar lánaðir
Ben Doak var lánaður til Middlesborough, sem leikur í næst efstu deild, út leiktíðina. Hann var talsvert frá á síðustu leiktíð vegna meiðsla.
Nathaniel Phillips fór í lán til Derby County til næsta vors. Derby er í næst efstu deild. Nathaniel var í láni hjá Celtic og Cardiff á síðustu leiktíð.
Stefan Bajcetic var lánaður til austurríska liðsins Red Bull Salzburg. Pep Lijnders er framkvæmdastjóri Salzburg. Stefan missti svo til af öllu síðasta keppnistímabili vegna meiðsla.
Owen Beck fór að láni til Blackburn Rovers sem leikur í næst efstu deild. Á síðasta keppnistímabili var hann í láni hjá Dundee í Skotlandi. Hann var frábær þar og var valinn í úrvalslið Úrvalsdeildarinnar á Skotlandi. Hann hefur verið valinn í aðallandslið Wales en ekki leikið enn sem komið er. Owen, sem er frændi Ian Rush, spilar venjulega stöðu vinstri bakvarðar.
Calum Scanlon var lánaður til Millwall sem leikur í næst efstu deild. Hann er vinstri bakvörður. Calum er búinn að spila tvo leiki með aðalliði Liverpool.
Kaide Gordon fór líka í lán til liðs í næst efstu deild. Hann verður hjá Norwich City út leiktíðina. Kaide kom við sögu í þremur leikjum á síðustu leiktíð en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning hans síðustu misseri.
Markmaðurinn Marcelo Pitaluga var lánaður til Livingston sem leikur í næst efstu deild í Skotlandi. Brasilíumaðurinn var hjá írska liðinu St Patrick's Athletic á síðustu leiktíð.
Pólski markmaðurinn Fabian Mrozek fór í lán til Svþjóðar. Hann leikur þar með Brommapojkarna.
Þá hefur verið gerð grein frá öllum þeim leikmönnum Liverpool sem hafa verið lánaðir. Fleiri eru í láni en búið var að segja frá lánum þeirra.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum!