Steven var öruggur með að skora
Það er ekkert áhlaupaverk að taka vítaspyrnu þegar fjórar mínútur eru til leiksloka í Evrópuleik. Á spyrnunni gæti það ráðist hvort liðið sem maður spilar með fari áfram eða falli úr leik. Steven Gerrard þurfti að framkvæma svona spyrnu í gærkvöldi og hann stóðst þá prófraun!
"Þó ég hafi spilað einn versta leik minn með Liverpool þá hafði ég alltaf trú á að ég myndi skora úr vítaspyrnunni. Í kvöld skipti þó ekki máli hverjir skoruðu því það var liðsheildin sem skipti mestu."
Steven Gerrard sagði samstöðu leikmanna og áhorfenda hafa ráðið úrslitum.
"Arsenal er með frábært lið og þeir spiluðu okkur sundur og saman á köflum. En við stóðum saman og misstum aldrei trúna. Þegar upp var staðið þá var það frábær leikur liðsins alls sem kom okkur áfram. Þessi leikur fer í safn bestu Evrópuleikja okkar. Ég hef oft sagt það áður að þegar við spilum heima og að heiman þá getum við staðist öllum snúning. Ef stuðningsmenn okkar halda áfram að styðja svona við bakið á okkur þá mun öðrum liðum finnast það erfitt að spila gegn okkar. Við eigum nokkra mikilvæga deildarleiki framundan en við verðum tilbúnir í salginn þegar við keppum við Chelsea í undanúrslitunum."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!