Alonso hrósar Gerrard
Xabi Alonso hrósar fyrirliðanum Steven Gerrard fyrir hversu rólegur hann var þegar hann gekk fram og tók eitt mikilvægasta víti sitt á ferlinum.
Gerrard skoraði markið mikilvæga aðeins mínútu eftir mark Emmanuel Adebayor sem virtist myndu koma Arsenal áfram.
"Þetta var mjög mikilvægt augnablik því Arsenal var nýbúið að skora og það var ekki mikill tími eftir.
"Það þarf ákveðinn karakter til að standast svona mikla pressu en Steven stóðst pressuna og skoraði, sem er fyrir öllu.
"Við treystum á hann því hann hefur skorað svo mörg mikilvæg mörk fyrir okkur" sagði Spánverjinn knái.
Xabi Alonso er mjög spenntur fyrir því að mæta Chelsea í undanúrslitunum enn og aftur og hann segir að Liverpool hafi það sem þarf til að komast í úrslitin á þessu ári.
"Það mun reyna á hvort við höfum trú á að við komumst áfram, sama hvað gerist.
"Að spila á Anfield á þessum sérstöku Evrópukvöldum mun gefa okkur mikla orku, sérstaklega út af því hversu mikinn stuðning við fáum frá áhorfendum.
"Þegar Arsenal skoruði annað markið sitt þá vissi ég að þetta yrði mjög erfitt því 85 mínútur voru liðnar og við vorum verulega þreyttir. En við héldum áfram og eftir að hafa komist 3:2 yfir þá stóðumst við pressu Arsenal mjög vel. Seinni hálfleikurinn var mun betri heldur en fyrstu 15 til 20 mínúturnar. Þá spiluðu þeir mjög hratt og við virtumst hreinlega ekki tilbúnir í leikinn.
"En eftir að við náðum stjórn á gekk allt miklu betur og við spiluðum mjög vel og svo voru síðustu mínútur leiksins alveg frábærar.
"Við höfum átt marga góða leiki á þessum Evrópukvöldum síðustu árin svo það er erfitt að setja þessa í einhverja röð en þetta var stórkostlegt.
"Þegar við spilum á Anfield í Meistaradeildinni þá vitum við hvernig áhorfendur verða og við erum þeim mjög þakklátir.
"Það er frábært fyrir okkur að vera komnir í undanúrslitin í Meistaradeildinni og sérstaklega vegna þess að þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem við náum þeim áfanga.
"Þú verður aldrei þreyttur á að spila í undanúrslitum Meistaradeildarinnar" sagði uppgefinn en glaður Xabi Alonso.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!