| Sf. Gutt

Dirk er bjartsýnn

Mörgum þótti Dirk Kuyt vera besti leikmaður Liverpool gegn Chelsea í gærkvöldi. Hann skoraði mark Liverpool og stóð sig með sóma. Þrátt slæmt gengi Liverpool á Stamford Bridge á síðustu árum þá er hann bjartsýnn fyrir seinni leikinn.

"Við erum vonsviknir en við verðum tilbúnir í slaginn í næstu viku. Fólk segir að við höfum ekki skorað mark á Stamford Bridge í lengri tíma. Við höfum þó skorað mark í öllum útileikjum okkar í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og það er jákvætt. Við skoruðum í Mílanó og á Emirates leikvanginum. Við vitum að við getum skorað í næstu viku.

Við höfðum stjórn á leiknum þar til á 90. mínútu en einbeitingin verður að vera í lagi til loka hvers leiks. Niðurstaðan varð vonbrigði og það voru líka vonbrigði að skora bara eitt mark. En það liggur fyrir að þetta er tveggja leikja einvígi. Þeir fögnuðu í leikslok eins og þeir væru nú þegar komnir í úrslit en ég er viss um að svo verður ekki."

Það er ljóst að Liverpool verður að skora á Stamford Bridge til að komast í úrslitaleikinn. Athugulir knattspyrnuáhugamenn hafa veitt því athygli að Liverpool hefur ekki skorað eitt einasta mark á Samford Bridge frá því Rafael Benítez tók við stjórn Liverpool. Rauði herinn hefur líka aðeins unnið einn leik þar frá því á leiktíðinni 1989/90!

 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan