| Arnar Magnús Róbertsson
TIL BAKA
Bruno Cheyrou telur að Liverpool muni skora
Síðasti leikmaður Liverpool til að skora á Stamford Bridge hefur sagt að Liverpool muni skora á miðvikudaginn. Það er erfitt að trúa því að Liverpool hafi ekki skorað mark á Stamford Bridge síðan í janúar 2004 þegar Bruno Cheyrou skoraði. [Á mynd]

En Fernando Torres undirbýr sig nú fyrir sinn fyrsta leik á Stamford Bridge og einnig John Arne Riise sem myndi gera allt til að verða hetjan fyrir Liverpool. Cheyrou telur að Liverpool muni skora.
Núverandi miðjumaður Rennes sagði: "Þegar ég heyrði að ég var síðasti leikmaður Liverpool til að skora á Stamford Bridge var ég nokkuð stoltur. Að spila fyrir Liverpool var frábært og ég mun verða fastur fyrir framan sjónvarpið á miðvikudaginn.
"Ég var mjög miður mín þegar Riise skoraði sjálfsmarkið en John er sterkur og þetta mun ekki hafa mjög mikil áhrif á hann, það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi skora sigurmarkið á miðvikudaginn. En mitt ráð til Liverpool er að trúa á að liðið geti skorað.
"Liverpool er betra lið núna en fyrir 4 árum, ég er viss um að þeir nái góðum úrslitum." sagði Bruno Cheyrou að lokum.

Núverandi miðjumaður Rennes sagði: "Þegar ég heyrði að ég var síðasti leikmaður Liverpool til að skora á Stamford Bridge var ég nokkuð stoltur. Að spila fyrir Liverpool var frábært og ég mun verða fastur fyrir framan sjónvarpið á miðvikudaginn.
"Ég var mjög miður mín þegar Riise skoraði sjálfsmarkið en John er sterkur og þetta mun ekki hafa mjög mikil áhrif á hann, það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi skora sigurmarkið á miðvikudaginn. En mitt ráð til Liverpool er að trúa á að liðið geti skorað.
"Liverpool er betra lið núna en fyrir 4 árum, ég er viss um að þeir nái góðum úrslitum." sagði Bruno Cheyrou að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan